Sunnudagur 21. september

Sunnudaginn 21. september er hefðbundin guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 11.

Um kvöldið er guðsþjónusta í Kotstrandarkirkju kl. 20. Hið hefðbundna messuform er brotið upp á 45 mínútum með fallegum sálmasöng og töluðu máli.

Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og leiðir sönginn og organisti er Miklós Dalmay.
Séra Salvar Geir Guðgeirsson þjónar fyrir altari.

Séra Salvar mun sinna afleysingaþjónustu sóknarprests næsta árið og verður þetta hans fyrsta sunnudagsþjónusta.

Verið velkomin.

Sunnudagur 5. október-Kvöldguðsþjónusta

Sunnudaginn 5. október er kvöldguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 20. Hið hefðbundna messuform er brotið upp á 45 mínútum með fallegum sálmasöng og töluðu máli.

Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og leiðir sönginn og organisti er Miklós Dalmay.
Séra Salvar Geir Guðgeirsson þjónar fyrir altari.

Bænastund og súpa

Bænastundir þetta haustið hefjast fimmtudaginn 2. október kl. 12:15. Við byrjum á stuttri bænastund í kirkjunni, svo höldum við inn í safnaðarheimili þar sem súpa og meðlæti er í boði gegn vægu verði. Séra Salvar Geir Guðgeirsson leiðir bænastundina og okkar ástkæri kirkjuvörður Ásta Björg töfrar fram dýrindis súpu. Allir velkomnir.

Guðsþjónusta að kveldi dags

Sunnudagskvöldið 7. september er guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 20. Hið hefðbundna messuform er brotið upp á 45 mínútum með fallegum sálmasöng og töluðu máli sem er flétt saman og þannig gengið inn í hið heilaga rými sem sálinni er svo mikilvægt til umbreytingar.

Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og leiðir sönginn og organisti er Miklós Dalmay. Sr. Axel Á Njarðvík, héraðsprestur þjónar fyrir altari. Verið velkomin.

Afleysingaþjónusta í Hveragerðisprestakalli

Afleysingaþjónusta í Hveragerðisprestakalli:

Sr. Axel Árnason Njarðvík sinnir prestsþjónustu fram í miðjan september. Síminn hjá honum er 8561574.

Sr. Salvar Geir Guðgeirsson sem ráðinn hefur verið til að sinna afleysingaþjónustu í prestakallinu fram á sumar 2026 tekur til starfa um miðjan september.

Sóknarprestur í leyfi

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir er í leyfi frá 21.ágúst.

Tímabundna afleysingu annast sr. Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur í Þorlákshöfn. Hún er í síma 8941507 og með netfangið sigridur.munda.jonsdottir@kirkjan.is.

Útiguðsþjónusta á Blómstrandi dögum

Sunnudaginn 17.ágúst verður útiguðsþjónusta í Lystigarðinum í Hveragerði í tilefni af bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum.

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti er Pétur Nói Stefánsson og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna leiðir safnaðarsöng.

Ef veðrið bregst verður guðsþjónustan inni í kirkjunni.

Image result for summer flowers images

Messa í Hveragerðiskirkju 13.júlí

Sunnudaginn 13.júlí kl. 14 er messa í Hveragerðiskirkju í umsjón Félags fyrrum þjónandi presta og maka. Organisti er Pétur Nói Stefánsson.

Öll hjartanlega velkomin!

Guðsþjónusta í Arnarbæli

Sunnudaginn 6.júlí kl. 14 er hin árlega útiguðsþjónusta í Arnarbæli. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti er Guðný Alma Haraldsdóttir og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna leiðir safnaðarsöng.

Messukaffi á eftir.

Ef veðrið bregst verður messað í Kotstrandarkirkju.

Arnarbæli | Sveitarfélagið Ölfus

Fermingarmessur á hvítasunnudag

Síðustu fermingar vorsins 2025 verða venju samkvæmt á hvítasunnudag.