og Kotstrandarkirkja
Archive for júní, 2022

Aðalsafnaðarfundur Kotstrandarsóknar
jún 1st
Aðalsafnaðarfundur Kotstrandarsóknar árið 2022 verður haldinn í
Kotstrandarkirkju miðvikudaginn 8. júní kl. 18:00.
Á dagskrá eru aðalfundarstörf samkvæmt reglum þar um. Rætt verður um
safnaðarstarf, málefni kirkjunnar og þá sérstaklega fyrirhugaða viðgerð á
gluggum kirkjunnar, en nauðsynlegt er að ráðast í þá framkvæmd og mikilvægt að safnaðarfólk mæti til fundarins og kynni sér þau fjárfreku áform.
Í fundarlok verða kaffiveitingar.
Sóknarnefnd Kotstrandarkirkju.


Skráning er hafin í fermingarfræðslu
jún 1st
Skráning er hafin í fermingarfræðslu í Hveragerðisprestakalli og fermingar vorsins 2023.
Skráning fer fram hér: https://hveragerdiskirkja.skramur.is/input.php?id=1
Allar nánari upplýsingar veitir sóknarprestur.
