og Kotstrandarkirkja
Archive for ágúst, 2023

Guðsþjónusta í Arnarbæli
ágú 9th
Sunnudaginn 13.ágúst verður árleg útiguðsþjónusta í Arnarbæli, þeim gamla kirkjustað við ósa Ölfusár.
Sl. sumar fæddist sú hugmynd að ganga saman til guðsþjónustunnar frá Hveragerði. Þess vegna verður lagt af stað frá Hveragerðiskirkju kl. 11.30 á sunnudag og eru öll velkomin að taka þátt í göngunni.
Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á kirkjukaffi.
Ef veðrið bregst verður guðsþjónustan í Kotstrandarkirkju.
