og Kotstrandarkirkja
Archive for maí, 2024

Hreinsunardagur í Kotstrandarkirkjugarði
maí 31st

Laugardaginn 8.júní efnir kirkjugarðsnefnd Kotstrandarkirkjugarðs til hreinsunardags í garðinum. Þá er tilvalið að koma og snyrta leiði ástvina eða taka til og sinna viðhaldi garðsins í góðum hópi fólks. Boðið verður upp á hressingu.
Skráning í fermingarfræðslu 2024-2025
maí 30th
Skráning í fermingarfræðslu 2024-2025 og á fermingardaga vorið 2025 er hafin. Vefslóðin er https://hveragerdiskirkja.skramur.is/input.php?id=1
Nánari upplýsingar veitir sr. Ninna Sif Svavarsdóttir í síma 8491321 og á ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is


Kynningarfundur vegna ferminga vorið 2025
maí 23rd

Allar nánari upplýsingar veitir Ninna Sif Svavarsdóttir prestur í síma 8491321 og á ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is
Aðalfundir Kotstrandarsóknar og Kotstrandarkirkjugarðs
maí 6th
Miðvikudag 22.maí nk. kl.20 verður haldinn aðalfundur Kotstrandarkirkjugarðs, í aðstöðuhúsinu við Kotstrandarkirkju. Venjuleg aðalfundarstörf.
Miðvikudag 29.maí kl. 20 verður haldinn aðalfundur Kotstrandarsóknar. Á fundinum verður farið yfir starfið í sókninni á sl. starfsári, lagðir verða fram reikningar sóknarinnar og kirkjugarðs og fjallað um starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundar. Þá verður kosið í embætti.

Skráning í fermingarfræðslu veturinn 2024-2025
maí 3rd
Nú er hafin skráning í fermingarfræðslu í Hveragerðisprestakalli veturinn 2024-2025 og um leið í fermingar í Hveragerðis – og Kotstrandarkirkju. Skráning fer fram hér: https://hveragerdiskirkja.skramur.is/input.php?id=1
Fermingardagar vorsins 2025 í Hveragerðiskirkju verða pálmasunnudagur 13.apríl, 4.maí og 18.maí. Í Kotstrandarkirkju verður fermt sunnudag 18.maí.
Hefð er fyrir því að ferma á hvítasunnu bæði í Hveragerðis – og Kotstrandarkirkju. Árið 2025 er hvítasunna óvenju seint, eða 8.júní. Verði mikil eftirspurn eftir fermingum þennan dag kemur til greina að verða við því. Þau sem hafa áhuga á fermingum þann dag eru beðin um að senda tölvupóst á netfangið ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is
Fermingarfræðslan hefst með sameiginlegum fræðsludögum Hveragerðis – og Þorláksprestakalls 21. og 22.ágúst.
Ef spurningar vakna er best að hafa samband við sóknarprest, Ninnu Sif Svavarsdóttur í síma 8491321 eða á netfangið ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is


Kirkjuvörður kvaddur og nýr tekur við
maí 2nd
Sl. þriðjudag lét Helgi Þorsteinsson af störfum sem kirkjuvörður Hveragerðiskirkju eftir 13 ára farsælt starf. Á sóknarnefndarfundi voru Helgi færð blóm og verðskuldaðar þakkir. Helgi hefur verið einstaklega samviskusamur og natinn við kirkjuna.
Auglýst var eftir nýjum kirkjuverði. Ákveðið var að ráða Ástu Björgu Ásgeirsdóttur og er hún þegar tekin til starfa.
Á myndinni má sjá sr. Ninnu Sif Svavarsdóttur, Helga Þorsteinsson og Eyjólf Kolbeins, en myndin var tekin þegar Helgi var kvaddur.
