og Kotstrandarkirkja
Skráning í fermingarfræðslu veturinn 2024-2025
Nú er hafin skráning í fermingarfræðslu í Hveragerðisprestakalli veturinn 2024-2025 og um leið í fermingar í Hveragerðis – og Kotstrandarkirkju. Skráning fer fram hér: https://hveragerdiskirkja.skramur.is/input.php?id=1
Fermingardagar vorsins 2025 í Hveragerðiskirkju verða pálmasunnudagur 13.apríl, 4.maí og 18.maí. Í Kotstrandarkirkju verður fermt sunnudag 18.maí.
Hefð er fyrir því að ferma á hvítasunnu bæði í Hveragerðis – og Kotstrandarkirkju. Árið 2025 er hvítasunna óvenju seint, eða 8.júní. Verði mikil eftirspurn eftir fermingum þennan dag kemur til greina að verða við því. Þau sem hafa áhuga á fermingum þann dag eru beðin um að senda tölvupóst á netfangið ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is
Fermingarfræðslan hefst með sameiginlegum fræðsludögum Hveragerðis – og Þorláksprestakalls 21. og 22.ágúst.
Ef spurningar vakna er best að hafa samband við sóknarprest, Ninnu Sif Svavarsdóttur í síma 8491321 eða á netfangið ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is

Print article | This entry was posted by Ninna on 3. maí, 2024 at 10:22, and is filed under Óflokkað. Follow any responses to this post through RSS 2.0. You can leave a response or trackback from your own site. |