Í dag kom hljómsveitin SLYSH í Hveragerðiskirkju og afhenti styrk til Sjóðsins góða að upphæð 430.000 kr.  Hljómsveitin hélt jólatónleika 12.desember sem seldist upp á og komust færri að en vildu. Allar tekjur af miðasölu runnu til Sjóðsins góða.  Auk þess safnaði hljómsveitin styrkjum meðal eftirtaldra fyrirtækja í Hveragerði: Ísfrost, Ölverk, Almar bakari og Garðyrkjustöðin Ficus.

Sjóðurinn góði þakkar fyrir þetta höfðinglega framlag sem kemur að góðum notum við úthlutun jólaaðstoðar.

Á myndinni eru fjórir meðlimir hljómsveitarinnar og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir sem veitti styrknum viðtöku.