Archive for janúar, 2025

Kvöldmessa 2.febrúar

Sunnudagskvöldið 2.febrúar er kvöldmessa í Hveragerðiskirkju kl. 20.

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur, organisti er Miklós Dalmay.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Helgihald 19.janúar 2025

Sunnudaginn 19.janúar verða tvær guðsþjónustur í prestakallinu.

Kl. 11 verður guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju.

Kl. 14 verður guðsþjónusta í Kotstrandarkirkju.

Sr. Axel Árnason Njarðvík þjónar, kirkjukórinn syngur og organisti er Miklós Dalmay.

Sunnudagurinn 19. janúar 2025

Guðsþjónusta verður í Hveragerðiskirkju kl.11. Prestur Axel Á Njarðvík héraðsprestur þjónar fyrir altari. Organisti Miklós Dalmay. Kirkjukór leiðir söng. Verið velkomin.

Guðsþjónusta verður í Kotstrandarkirkju kl.14. Prestur Axel Á Njarðvík héraðsprestur þjónar fyrir altari. Organisti Miklós Dalmay. Kirkjukór leiðir söng. Verið velkomin.

Upphaf safnaðarstarfs á nýju ári

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!

Fastir liðir í safnaðarstarfinu hefja aftur göngu sína í janúar.

Fyrstu KFUM fundir nýs árs verða mánudaginn 13.janúar.

Foreldramorgnar hefjast á ný þriðjudaginn 14.febrúar.

Æfingar barnakórs hefjast aftur miðvikudag 22.janúar.

Fyrstu hádegisbænir nýs árs verða fimmtudaginn 23.janúar.

Fyrstu guðsþjónustur nýja ársins verða sunnudaginn 19.janúar. Þá er messa í Hveragerðiskirkju kl. 11 og í Kotstrandarkirkju kl. 14.