Archive for febrúar, 2025

Kvöldmessa 2.mars

Sunnudagskvöldið 2.mars er guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl.20. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir þjónar. Notaleg kvöldstund í helgarlok – sjáumst í kirkjunni!

Veikindaleyfi sóknarprests

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir er í veikindaleyfi. Á meðan annast prestsþjónustu í prestakallinu sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir í síma 8561560 og sr. Sigríður Munda Jónsdóttir í síma 8941507.

Helgihald 16.febrúar 2025

Sunnudaginn 16.febrúar verða tvær guðsþjónustur í prestakallinu.

Kl. 11 verður prjónamessa í Hveragerðiskirkju. Fólk er hvatt til þess að mæta með handavinnuna sína. Að guðsþjónustu lokinni verður borin fram súpa í safnaðarheimilinu í samstarfi við Kvenfélag Hveragerðis sem kostar 1000 kr. Kirkjukórinn syngur og sr. Ninna Sif þjónar.

Kl. 14 er fjölskylduguðsþjónusta í Kotstrandarkirkju. Guðsþjónustan er sniðin að öllum aldurshópum. Raddir úr Barnakór Hveragerðis – og Kotstrandarkirkju koma fram. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng og sr. Ninna Sif þjónar.

Sjáumst í kirkjunum okkar á sunnudag!