og Kotstrandarkirkja
Helgihald 16.febrúar 2025
Sunnudaginn 16.febrúar verða tvær guðsþjónustur í prestakallinu.
Kl. 11 verður prjónamessa í Hveragerðiskirkju. Fólk er hvatt til þess að mæta með handavinnuna sína. Að guðsþjónustu lokinni verður borin fram súpa í safnaðarheimilinu í samstarfi við Kvenfélag Hveragerðis sem kostar 1000 kr. Kirkjukórinn syngur og sr. Ninna Sif þjónar.
Kl. 14 er fjölskylduguðsþjónusta í Kotstrandarkirkju. Guðsþjónustan er sniðin að öllum aldurshópum. Raddir úr Barnakór Hveragerðis – og Kotstrandarkirkju koma fram. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng og sr. Ninna Sif þjónar.
Sjáumst í kirkjunum okkar á sunnudag!
Print article | This entry was posted by Ninna on 12. febrúar, 2025 at 10:02, and is filed under Óflokkað. Follow any responses to this post through RSS 2.0. You can leave a response or trackback from your own site. |