Archive for mars, 2025

Aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar 2025

Aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar árið 2025 verður haldinn í Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 8.apríl kl. 17. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.

Safnaðarfólk er hvatt til þess að mæta og taka þátt í umræðum um kirkjuna og safnaðarstarfið.

Fyrsta fermingarmessa vorsins 2025

Sunnudaginn 6.apríl verður fyrsta ferming vorsins í Hveragerðisprestakalli í Hveragerðiskirkju kl. 11.
Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og organisti er Miklós Dalmay.


Lítil saga úr orgelhúsi í Hveragerðiskirkju

Bergþór Pálsson og Guðný Einarsdóttir flytja tónlistarævintýrið Lítil saga úr orgelhúsi fyrir börn og foreldra í fjölskylduguðsþjónustu í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 16.mars kl.11. Sagan segir frá orgelpípunum sem búa í orgelhúsinu og kynnir orgelið á skemmtilegan hátt en jafnframt fjallar hún um hversu mikilvægt það er að geta búið í sátt og samlyndi þó enginn sé eins. Sagan er eftir Guðnýju Einarsdóttur, organista, tónlistina gerði Michael Jón Clarke og myndirnar teiknaði Fanney Sizemore.Verið öll hjartanlega velkomin!