og Kotstrandarkirkja
Lítil saga úr orgelhúsi í Hveragerðiskirkju
Bergþór Pálsson og Guðný Einarsdóttir flytja tónlistarævintýrið Lítil saga úr orgelhúsi fyrir börn og foreldra í fjölskylduguðsþjónustu í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 16.mars kl.11. Sagan segir frá orgelpípunum sem búa í orgelhúsinu og kynnir orgelið á skemmtilegan hátt en jafnframt fjallar hún um hversu mikilvægt það er að geta búið í sátt og samlyndi þó enginn sé eins. Sagan er eftir Guðnýju Einarsdóttur, organista, tónlistina gerði Michael Jón Clarke og myndirnar teiknaði Fanney Sizemore.Verið öll hjartanlega velkomin!

Print article | This entry was posted by Ninna on 10. mars, 2025 at 11:32, and is filed under Óflokkað. Follow any responses to this post through RSS 2.0. You can leave a response or trackback from your own site. |