Archive for apríl, 2025

Sumardagurinn fyrsti

Venju samkvæmt fögnum við sumri með skátaguðsþjónustu í Hveragerðiskirkju á sumardaginn fyrsta kl. 11.

Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á grillaðar pylsur og skátafjör og leiki fyrir utan kirkjuna.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Aðalfundur Kotstrandarsóknar

Helgihald í dymbilviku og á páskum 2025

Helgihald í Hveragerðisprestakalli í dymbilviku og á páskum 2025 verður með eftirfarandi hætti.

Pálmasunnudagur 13.apríl: fermingarmessa í Hveragerðiskirkju kl. 11.

Föstudagurinn langi 18.apríl: helgiganga frá Hveragerðiskirkju í Kotstrandarkirkju kl. 13.

Helgistund í Kotstrandarkirkju kl. 14.

Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 8. Morgunverður í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.

Hátíðarguðsþjónusta í Kotstrandarkirkju kl. 11.