Archive for maí, 2025

Skráning í fermingarfræðslu 2025-2026

Skráning í fermingarfræðslu veturinn 2025-2026 er hafin hér: https://hveragerdiskirkja.skramur.is/input.php?id=1

Nánari upplýsingar veitir sr. Ninna Sif Svavarsdóttir í síma 8491321 og á ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is.

Salvar Geir Guðgeirsson ráðinn til afleysinga í Hveragerðisprestakalli

Salvar Geir Guðgeirsson hefur verið ráðinn til afleysinga í Hveragerðisprestakalli næsta vetur á meðan Ninna Sif Svavarsdóttir verður í námsleyfi. Salvar Geir hefur þjónað í norsku kirkjunni um árabil. Á árum áður var hann m.a. leiðtogi í KFUM starfinu í Hveragerðiskirkju.

Salvar Geir er boðinn hjartanlega velkominn til starfa.

Vordagur í Kotstrandarkirkjugarði

Laugardaginn 31.maí kl.10-14 efnir kirkjugarðsnefnd Kotstrandarkirkjugarðs til hreinsunardags í garðinum. Þá er tilvalið að koma og snyrta leiði ástvina og taka þátt í hreinsun og viðhaldi garðsins. Boðið verður upp á hressingu.