Salvar Geir Guðgeirsson hefur verið ráðinn til afleysinga í Hveragerðisprestakalli næsta vetur á meðan Ninna Sif Svavarsdóttir verður í námsleyfi. Salvar Geir hefur þjónað í norsku kirkjunni um árabil. Á árum áður var hann m.a. leiðtogi í KFUM starfinu í Hveragerðiskirkju.

Salvar Geir er boðinn hjartanlega velkominn til starfa.