Bænastundir þetta haustið hefjast fimmtudaginn 2. október kl. 12:15. Við byrjum á stuttri bænastund í kirkjunni, svo höldum við inn í safnaðarheimili þar sem súpa og meðlæti er í boði gegn vægu verði. Séra Salvar Geir Guðgeirsson leiðir bænastundina og okkar ástkæri kirkjuvörður Ásta Björg töfrar fram dýrindis súpu. Allir velkomnir.