Nk. sunnudag 15.desember kl.11 verður jólastund barnanna í Hveragerðiskirkju. Stundin hefst inni í kirkjunni þar sem sagt verður frá fæðingu Jesúbarnsins í fjárhúsinu í Betlehem og Barnakór Hveragerðiskirkju kemur fram.

Að því loknu verður dansað í kringum jólatré í safnaðarheimilinu og jólasveinar koma í heimsókn.

Verið öll hjartanlega velkomin!