Sunnudaginn 16.febrúar verða tvær guðsþjónustur í prestakallinu.

Kl. 11 verður prjónamessa í Hveragerðiskirkju. Fólk er hvatt til þess að mæta með handavinnuna sína. Að guðsþjónustu lokinni verður borin fram súpa í safnaðarheimilinu í samstarfi við Kvenfélag Hveragerðis sem kostar 1000 kr. Kirkjukórinn syngur og sr. Ninna Sif þjónar.

Kl. 14 er fjölskylduguðsþjónusta í Kotstrandarkirkju. Guðsþjónustan er sniðin að öllum aldurshópum. Raddir úr Barnakór Hveragerðis – og Kotstrandarkirkju koma fram. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng og sr. Ninna Sif þjónar.

Sjáumst í kirkjunum okkar á sunnudag!