og Kotstrandarkirkja
Ninna
This user hasn't shared any biographical information
Posts by Ninna
Helgihald 19.janúar 2025
jan 14th
Sunnudaginn 19.janúar verða tvær guðsþjónustur í prestakallinu.
Kl. 11 verður guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju.
Kl. 14 verður guðsþjónusta í Kotstrandarkirkju.
Sr. Axel Árnason Njarðvík þjónar, kirkjukórinn syngur og organisti er Miklós Dalmay.


Upphaf safnaðarstarfs á nýju ári
jan 6th
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!
Fastir liðir í safnaðarstarfinu hefja aftur göngu sína í janúar.
Fyrstu KFUM fundir nýs árs verða mánudaginn 13.janúar.
Foreldramorgnar hefjast á ný þriðjudaginn 14.febrúar.
Æfingar barnakórs hefjast aftur miðvikudag 22.janúar.
Fyrstu hádegisbænir nýs árs verða fimmtudaginn 23.janúar.
Fyrstu guðsþjónustur nýja ársins verða sunnudaginn 19.janúar. Þá er messa í Hveragerðiskirkju kl. 11 og í Kotstrandarkirkju kl. 14.
Helgihald á jólum í Hveragerðisprestakalli
des 20th
Helgihald á jólum í Hveragerðisprestakalli er eftirfarandi.
Aðfangadagur: helgistund í Kotstrandarkirkju kl. 13. Pétur Nói Stefánsson og Guðný Alma Haraldsdóttir sjá um tónlistarflutning. Aftansöngur í Hveragerðiskirkju kl. 18. Hátíðarsöngvar sungnir.
Jóladagur: hátíðarguðsþjónusta í Kotstrandarkirkju kl. 14. Hátíðarsöngvar sungnir.
Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti er Miklós Dalmay og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og leiðir safnaðarsöng.

SLYSH styrkir Sjóðinn góða
des 16th
Í dag kom hljómsveitin SLYSH í Hveragerðiskirkju og afhenti styrk til Sjóðsins góða að upphæð 430.000 kr. Hljómsveitin hélt jólatónleika 12.desember sem seldist upp á og komust færri að en vildu. Allar tekjur af miðasölu runnu til Sjóðsins góða. Auk þess safnaði hljómsveitin styrkjum meðal eftirtaldra fyrirtækja í Hveragerði: Ísfrost, Ölverk, Almar bakari og Garðyrkjustöðin Ficus.
Sjóðurinn góði þakkar fyrir þetta höfðinglega framlag sem kemur að góðum notum við úthlutun jólaaðstoðar.
Á myndinni eru fjórir meðlimir hljómsveitarinnar og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir sem veitti styrknum viðtöku.


Jólastund barnanna í Hveragerðiskirkju
des 9th

Nk. sunnudag 15.desember kl.11 verður jólastund barnanna í Hveragerðiskirkju. Stundin hefst inni í kirkjunni þar sem sagt verður frá fæðingu Jesúbarnsins í fjárhúsinu í Betlehem og Barnakór Hveragerðiskirkju kemur fram.
Að því loknu verður dansað í kringum jólatré í safnaðarheimilinu og jólasveinar koma í heimsókn.
Verið öll hjartanlega velkomin!

Aðventukvöld í Hveragerðiskirkju
nóv 28th

Að kvöld fyrsta sunnudags í aðventu, 1.desember nk. kl. 20 verður aðventukvöld í Hveragerðiskirkju.
Pétur G. Markan bæjarstjóri flytur hugvekju. Skátar bera inn friðarljósið frá Betlehem. Yngri strengjasveit Tónlistarskóla Árnesinga leikur. Hverafuglar, Kór Félags eldri borgara í Hveragerði syngur, Sædís Lind Másdóttir syngur og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna.
Verið öll hjartanlega velkomin!

Allra heilagra messa
okt 30th
Sunnudagskvöldið 3.nóvember nk. verður kvöldguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju. Tendruð verða ljós í minningu látinna ástvina.
Chrissie Thelma Guðmundsdóttir leikur á fiðlu. Kirkjukórinn syngur fallega sálma og ljúf lög.
Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.

Helgihald 27.október 2024
okt 21st
Sunnudaginn 27.október verða tvær guðsþjónustur í prestakallinu.
Kl.14 er guðsþjónusta í Kotstrandarkirkju. Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna leiðir safnaðarsöng, organisti er Miklós Dalmay og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.
Kl.20 er guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju helguð bleikum október, árveknisátaki vegna krabbameins hjá konum. Birna Almarsdóttir deilir reynslu sinni af því að greinast með krabbamein. Sædís Lind Másdóttir og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna. Fulltrúar frá Krabbameinsfélagi Árnessýslu taka þátt í guðsþjónustunni. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.
Öll eru velkomin í kirkjurnar okkar á sunnudag!

Fjölskylduguðsþjónusta 6.október
okt 3rd
Sunnudaginn 6.október er fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í Hveragerðiskirkju. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Unnar Birnu Björnsdóttur og kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng undir stjórn Miklósar Dalmay organista. Sr. Ninna Sif þjónar.
Biblíusaga, mikill söngur og gleði. Öll hjartanlega velkomin!


Fjölskylduguðsþjónusta 15.september
sep 11th
Nk. sunnudag 15.september verður fjölskylduguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 11. Biblíusaga, mikill söngur og VÆB bræður stíga á stokk. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng. Sr. Ninna Sif þjónar. Öll velkomin!
