Tilbreiðsla

Sunnudagur 5. október-Kvöldguðsþjónusta

Sunnudaginn 5. október er kvöldguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 20. Hið hefðbundna messuform er brotið upp á 45 mínútum með fallegum sálmasöng og töluðu máli.

Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og leiðir sönginn og organisti er Miklós Dalmay.
Séra Salvar Geir Guðgeirsson þjónar fyrir altari.

Bænastund og súpa

Bænastundir þetta haustið hefjast fimmtudaginn 2. október kl. 12:15. Við byrjum á stuttri bænastund í kirkjunni, svo höldum við inn í safnaðarheimili þar sem súpa og meðlæti er í boði gegn vægu verði. Séra Salvar Geir Guðgeirsson leiðir bænastundina og okkar ástkæri kirkjuvörður Ásta Björg töfrar fram dýrindis súpu. Allir velkomnir.

Sunnudagur 21. september

Sunnudaginn 21. september er hefðbundin guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 11.

Um kvöldið er guðsþjónusta í Kotstrandarkirkju kl. 20. Hið hefðbundna messuform er brotið upp á 45 mínútum með fallegum sálmasöng og töluðu máli.

Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og leiðir sönginn og organisti er Miklós Dalmay.
Séra Salvar Geir Guðgeirsson þjónar fyrir altari.

Séra Salvar mun sinna afleysingaþjónustu sóknarprests næsta árið og verður þetta hans fyrsta sunnudagsþjónusta.

Verið velkomin.

Guðsþjónusta að kveldi dags

Sunnudagskvöldið 7. september er guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 20. Hið hefðbundna messuform er brotið upp á 45 mínútum með fallegum sálmasöng og töluðu máli sem er flétt saman og þannig gengið inn í hið heilaga rými sem sálinni er svo mikilvægt til umbreytingar.

Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og leiðir sönginn og organisti er Miklós Dalmay. Sr. Axel Á Njarðvík, héraðsprestur þjónar fyrir altari. Verið velkomin.

Sunnudagurinn 19. janúar 2025

Guðsþjónusta verður í Hveragerðiskirkju kl.11. Prestur Axel Á Njarðvík héraðsprestur þjónar fyrir altari. Organisti Miklós Dalmay. Kirkjukór leiðir söng. Verið velkomin.

Guðsþjónusta verður í Kotstrandarkirkju kl.14. Prestur Axel Á Njarðvík héraðsprestur þjónar fyrir altari. Organisti Miklós Dalmay. Kirkjukór leiðir söng. Verið velkomin.

Barnakór kom fram í fyrsta sinn

Barnakór Hveragerðiskirkju kom í fyrsta sinn fram í guðsþj´ónustu í morgun. Óhætt er að segja að börnin hafi staðið sig með sóma.

Kórinn var stofnaður í haust og stjórnandi hans er Unnur Birna Björnsdóttir.

Kyrrð, bæn og íhugun

Á þriðjudögum kl. 17-17.30 er kyrrðar – og íhugunarstund í Hveragerðiskirkju. Allir velkomnir.

Guðsþjónusta 17. júlí

Guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 14:00 í umsjá Félags fyrrum þjónandi presta. Séra Guðjón Skarphéðinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Verið velkomin.

 

17. júní 2016

Guðsþjónusta á 17. júní kl. 11. Prestur sr. Axel Á Njarðvík, organisti Miklos Dalmay. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna syngur. Verið velkomin.

Messa í Hveragerðiskirkju á sjómannadegi 2016

Messað verður í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 5. júní kl. 11. Að loknu helgihaldi er boðaður aukaaðalsafnaðarfundur til að kjósa aðalmenn og varamenn í kjörnefnd prestakallsins.

Verið velkomin.