Hveragerðiskirkja
og Kotstrandarkirkja
og Kotstrandarkirkja
jún 15th
Guðsþjónusta á 17. júní kl. 11. Prestur sr. Axel Á Njarðvík, organisti Miklos Dalmay. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna syngur. Verið velkomin.
jún 6th
Kjörnefnd Hveragerðisprestakalls var kosin á aukaaðalsafnaðarfundi Hveragerðissóknar þann 5. júní og á aðalsafnaðarfundi Kotstrandarsóknar þann 5. júní 2016. Hveragerðissókn er með 9 menn og Kotstrandarsókn 2 og er til fjögra ára eða til aðalsafnaðarfunda 2020. Nýjar starfsreglur um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016 voru setta á Kirkjuþingi í apríl 2016.
Aðalmenn:
Aðalheiður Ásgeirsdóttir Þelamörk 3
Ásta Þórey Ragnarsdóttir Heiðmörk 26v
Egill Gústafsson Lyngheiði 2
Eyjólfur Kristinn Kolbeins Réttarheiði 24
Guðmundur Bjarnason Baldursson Kirkjuferju
Guðrún Hafsteinsdóttir Iðjumörk 3
Hafsteinn Þór Auðunsson Laufskógum 31
Helgi Þorsteinsson Borgarhrauni 16
Jón Hólm Stefánsson Gljúfri Ólöf Jónsdóttir Dalsbrún 33
Stefanía Inga Sigurjónsdóttir Valsheiði 11
Varamenn:
Ásta Björg Ásgeirsdóttir Fljótsmörk 6
Garðar Hannesson Heiðarbrún 31
Helga Jóhannesdóttir Vogi
Kristjana Sigurv. Sveinsdóttir Hraunbæ 7
Magnea Ásdís Árnadóttir Borgarheiði 17h
Pálína Agnes Kristinsdóttir Lyngheiði 25
Ragnheiður Lúðvíksdóttir Lind
Gísli Jónasson Gíslason Dynskógum 4
Sigurjón Guðbjörnsson Kambahrauni 38
Snorri Þorvaldsson Birkimörk 3
Steindór Gestsson Dalsbrún 33
maí 30th
Messað verður í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 5. júní kl. 11. Að loknu helgihaldi er boðaður aukaaðalsafnaðarfundur til að kjósa aðalmenn og varamenn í kjörnefnd prestakallsins.
Verið velkomin.
maí 30th
Aðalsafnaðarfundur Kotstrandarsóknar verður haldinn 5. júní kl. 14 í Kotstrandarkirkju.
Þar skal taka fyrir eftirfarandi:
Nýjar starfsreglur um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016 voru setta á Kirkjuþingi í apríl og vegna 7. gr þarf nú að boða til aukaaðalsafnaðarfundar til að kjósa kjörnefnd prestkallsins til fjögurra ára í senn. Nefndin er skipuð 11 fulltrúum að lágmarki og jafn mörgum til vara.
Um hæfi kjörnefndarmanna fer eftir ákvæðum II. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í stað þeirra sem segja sig frá kjöri eða sem kjörnefndin úrskurðar vanhæfa, skal skipa varamenn viðkomandi kjörnefndar.
Prófastar fylgja því eftir að kjörnefndir séu kosnar samkvæmt reglum þessum og að ávallt sé til staðar sá fjöldi aðalmanna og varamanna sem áskilið er.
Í 8. gr. segir um störf kjörnefndar prestakalls segir að hún kýs sóknarprest eða prest… Sá umsækjandi telst hafa hlotið kosningu í prestsembætti sem hlýtur meirihluta greiddra atkvæða í leynilegri kosningu á kjörnefndarfundi.
-sóknarnefnd
maí 17th
Aukaaðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar
Aukaaðalsafnaðarfundur Hvergagerðissóknar er boðaður sunnudaginn 5. júní 2016 kl 12.
Nýjar starfsreglur um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016 voru setta á Kirkjuþingi í apríl og vegna 7. gr þarf nú að boða til aukaaðalsafnaðarfundar til að kjósa kjörnefnd prestkallsins til fjögurra ára í senn. Nefndin er skipuð 11 fulltrúum að lágmarki og jafn mörgum til vara.
Um hæfi kjörnefndarmanna fer eftir ákvæðum II. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í stað þeirra sem segja sig frá kjöri eða sem kjörnefndin úrskurðar vanhæfa, skal skipa varamenn viðkomandi kjörnefndar.
Prófastar fylgja því eftir að kjörnefndir séu kosnar samkvæmt reglum þessum og að ávallt sé til staðar sá fjöldi aðalmanna og varamanna sem áskilið er.
Í 8. gr. segir um störf kjörnefndar prestakalls segir að hún kýs sóknarprest eða prest… Sá umsækjandi telst hafa hlotið kosningu í prestsembætti sem hlýtur meirihluta greiddra atkvæða í leynilegri kosningu á kjörnefndarfundi.
-sóknarnefnd
maí 17th
Fyrsti hluti pílagrímagöngu: Frá Strandarkirkju í Þorlákshöfn
Næstkomandi sunnudag verður fyrsta dagleið í nýrri fimm daga pílagrímagöngu frá Strandarkirkju í Skálholti, gengin. Það er Ferðafélag Íslands sem skipuleggur gönguna ásamt undirbúningsnefnd.
Undirbúningur þessa verkefnis hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma, en vinnuhópur um verkefnið var skipaður í kjölfar kynningafundar í Skálholti þar sem Edda Laufey Pálsdóttir, eldri borgari í Þorlákshöfn, kynnti hugmyndina. Í vinnuhópnum eiga sæti þau Barbara Guðnadóttir fyrir Ölfus, Bragi Bjarnason fyrir Árborg, Rósa Matthíasdóttir fyrir Flóahrepp, Ásborg Arnþórsdóttir fyrir Uppsveitir Árnessýslu og Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur Suðurprófastsdæmis.
Að mörgu er að hyggja þegar ný gönguleið er hönnuð. Ræða þarf við landeigendur, ákveða gönguleið á hverjum stað, huga að merkingum og prufuganga leiðirnar. Verkefnið hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands, en styrkurinn mun nýtast í fyrsta hluta verkefnisins sem miðar að því að velja leiðir, kortaleggja leiðina og skipuleggja prufugöngur. Göngurnar í sumar sem skipulaggðar eru með Ferðafélagi Íslands, eru einmitt fyrstu prufugöngurnar.
Alls verður gengið fimm sunnudaga í sumar á eftirfarandi dögum:
22. maí, Strandarkirkja – Þorlákskirkja. Lagt af stað með rútu kl. 9:30 frá íþróttahúsinu í Þorlákshöfn. Gengið frá Strandarkirkju um 18 km leið með sjónum sem leið liggur austur í Þorlákshöfn.
21. júní, Þorlákshöfn – Stokkseyri. Brottför með rútu frá Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri kl. 9:30. Gengið eftir sandfjörunni frá Þorlákshöfn að Hafinu Bláa og áfram með sjónum, framhjá Eyrarbakka og eftir nýrri gönguleið til Stokkseyrar. Þessi ganga er um 19 km löng.
25. júní. Stokkseyri – Villingaholt. Brottför með rútu frá Villingaholtskirkju kl. 9:30. Gengið frá Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri um fallegt svæði að Gaulverjabæjarkirkju og áfram að Villingaholti um 21 km.
10. júlí. Villingaholt í Flóa – Ólafsvallakirkja á Skeiðum. Brottför með rútu frá Ólafsvallakirkju kl. 9:30. Gengið um Flóann og upp Skeiðin um 20 km leið um sunnlenska sveit.
24.júlí. Ólafsvallakirkja á Skeiðum – Skálholtsdómkirkja. Brottför með rútu frá Skálholti kl. 7:00. Gengið um 17 km leið frá Ólafsvallakirkju á Skeiðum sem leið liggur um fallega sveit norður í Skálholti. Göngunni lýkur á Skálholtshátíð þar sem pílagrímar koma einnig úr Borgarfirði þennan dag.
Hver ferð kostar kr. 9.000 (6.000 kr fyrir félaga í FÍ) og er það Ferðafélag Íslands sem heldur utanum skráningu í ferðirnar. Sími Ferðafélagsins er 568 2533 og vefsíða www.fi.is.
maí 15th
Tónleikar Tónlistarskóla Hveragerðis verða 23. maí kl. 18.
maí 9th
Fermingarmessa í Hveragerðiskirkju á Hvítasunnudegi 15. maí kl. 10:30. Prestur Axel Á Njarðvík, organisti Miklos Dalmay. Kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandarsókna leiðir söng og syngur. Verið öll hjartanlega velkomin til helgihaldsins.
Andrea Sjöfn Heimisdóttir Réttarheiði 18
Aþena Íris Þórsdóttir Valsheiði 27
Einar Ísberg Kambahrauni 42
Gígja Marín Þorsteinsdóttir Laugaskarði 2
Guðjón Ingason Arnarheiði 30
Phuwalak Phansuea Laufskógum 1
Rakel Rebekka Sigurðardóttir Heiðarbrún 57
Sebastían Dagur Benediktsson Heiðarbrún 28
Sigurður Dagur Hjaltason Lyngheiði 22
Sigurður Ísak Ævarsson Valsheiði 20
Fermingarmessa í Kotstrandarkirkju á Hvítasunnudegi 15. maí kl. 13:30. . Prestur Axel Á Njarðvík, organisti Miklos Dalmay. Kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandarsókna leiðir söng og syngur. Verið öll hjartanlega velkomin til helgihaldsins.
Anja Steinunn Christensen Heiðarbrún 13
Ellý Alexandra Chenery Laufskógum 2a
Estella Nótt Silao Arnarheiði 3
Friðrik Páll Jónsson Móhellu 11
Glódís Rún Sigurðardóttir Sunnuhvoli
Jónína Baldursdóttir Kirkjuferju
Kristófer Örn Kristmarsson Hraunbæ 30
Margrét Ágústa Jóhannsdóttir Núpastíg 6
apr 28th
Fermingarmessa verður í Hverðagerðiskirkju kl. 10:30 sunnudaginn 1. maí nk.
Þrjú ungmenni fermast. Kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandarsókna leiðir söng og syngur. Organisti Miklos Dalmay. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Verið velkomin til fagnaðarins.
apr 28th
Tónleikar Menntaskólans á Laugarvatni verða 4. maí kl. 20.