Skráning í fermingarfræðslu 2025-2026

Skráning í fermingarfræðslu veturinn 2025-2026 er hafin hér: https://hveragerdiskirkja.skramur.is/input.php?id=1

Nánari upplýsingar veitir sr. Ninna Sif Svavarsdóttir í síma 8491321 og á ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is.

Salvar Geir Guðgeirsson ráðinn til afleysinga í Hveragerðisprestakalli

Salvar Geir Guðgeirsson hefur verið ráðinn til afleysinga í Hveragerðisprestakalli næsta vetur á meðan Ninna Sif Svavarsdóttir verður í námsleyfi. Salvar Geir hefur þjónað í norsku kirkjunni um árabil. Á árum áður var hann m.a. leiðtogi í KFUM starfinu í Hveragerðiskirkju.

Salvar Geir er boðinn hjartanlega velkominn til starfa.

Vordagur í Kotstrandarkirkjugarði

Laugardaginn 31.maí kl.10-14 efnir kirkjugarðsnefnd Kotstrandarkirkjugarðs til hreinsunardags í garðinum. Þá er tilvalið að koma og snyrta leiði ástvina og taka þátt í hreinsun og viðhaldi garðsins. Boðið verður upp á hressingu.

Sumardagurinn fyrsti

Venju samkvæmt fögnum við sumri með skátaguðsþjónustu í Hveragerðiskirkju á sumardaginn fyrsta kl. 11.

Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á grillaðar pylsur og skátafjör og leiki fyrir utan kirkjuna.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Aðalfundur Kotstrandarsóknar

Helgihald í dymbilviku og á páskum 2025

Helgihald í Hveragerðisprestakalli í dymbilviku og á páskum 2025 verður með eftirfarandi hætti.

Pálmasunnudagur 13.apríl: fermingarmessa í Hveragerðiskirkju kl. 11.

Föstudagurinn langi 18.apríl: helgiganga frá Hveragerðiskirkju í Kotstrandarkirkju kl. 13.

Helgistund í Kotstrandarkirkju kl. 14.

Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 8. Morgunverður í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.

Hátíðarguðsþjónusta í Kotstrandarkirkju kl. 11.

Aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar 2025

Aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar árið 2025 verður haldinn í Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 8.apríl kl. 17. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.

Safnaðarfólk er hvatt til þess að mæta og taka þátt í umræðum um kirkjuna og safnaðarstarfið.

Fyrsta fermingarmessa vorsins 2025

Sunnudaginn 6.apríl verður fyrsta ferming vorsins í Hveragerðisprestakalli í Hveragerðiskirkju kl. 11.
Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og organisti er Miklós Dalmay.


Lítil saga úr orgelhúsi í Hveragerðiskirkju

Bergþór Pálsson og Guðný Einarsdóttir flytja tónlistarævintýrið Lítil saga úr orgelhúsi fyrir börn og foreldra í fjölskylduguðsþjónustu í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 16.mars kl.11. Sagan segir frá orgelpípunum sem búa í orgelhúsinu og kynnir orgelið á skemmtilegan hátt en jafnframt fjallar hún um hversu mikilvægt það er að geta búið í sátt og samlyndi þó enginn sé eins. Sagan er eftir Guðnýju Einarsdóttur, organista, tónlistina gerði Michael Jón Clarke og myndirnar teiknaði Fanney Sizemore.Verið öll hjartanlega velkomin!

Kvöldmessa 2.mars

Sunnudagskvöldið 2.mars er guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl.20. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir þjónar. Notaleg kvöldstund í helgarlok – sjáumst í kirkjunni!