Hveragerðiskirkja
og Kotstrandarkirkja
og Kotstrandarkirkja
jan 14th
Sunnudaginn 19.janúar verða tvær guðsþjónustur í prestakallinu.
Kl. 11 verður guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju.
Kl. 14 verður guðsþjónusta í Kotstrandarkirkju.
Sr. Axel Árnason Njarðvík þjónar, kirkjukórinn syngur og organisti er Miklós Dalmay.
jan 14th
Guðsþjónusta verður í Hveragerðiskirkju kl.11. Prestur Axel Á Njarðvík héraðsprestur þjónar fyrir altari. Organisti Miklós Dalmay. Kirkjukór leiðir söng. Verið velkomin.
Guðsþjónusta verður í Kotstrandarkirkju kl.14. Prestur Axel Á Njarðvík héraðsprestur þjónar fyrir altari. Organisti Miklós Dalmay. Kirkjukór leiðir söng. Verið velkomin.
jan 6th
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!
Fastir liðir í safnaðarstarfinu hefja aftur göngu sína í janúar.
Fyrstu KFUM fundir nýs árs verða mánudaginn 13.janúar.
Foreldramorgnar hefjast á ný þriðjudaginn 14.febrúar.
Æfingar barnakórs hefjast aftur miðvikudag 22.janúar.
Fyrstu hádegisbænir nýs árs verða fimmtudaginn 23.janúar.
Fyrstu guðsþjónustur nýja ársins verða sunnudaginn 19.janúar. Þá er messa í Hveragerðiskirkju kl. 11 og í Kotstrandarkirkju kl. 14.
des 20th
Helgihald á jólum í Hveragerðisprestakalli er eftirfarandi.
Aðfangadagur: helgistund í Kotstrandarkirkju kl. 13. Pétur Nói Stefánsson og Guðný Alma Haraldsdóttir sjá um tónlistarflutning. Aftansöngur í Hveragerðiskirkju kl. 18. Hátíðarsöngvar sungnir.
Jóladagur: hátíðarguðsþjónusta í Kotstrandarkirkju kl. 14. Hátíðarsöngvar sungnir.
Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti er Miklós Dalmay og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og leiðir safnaðarsöng.
des 16th
Í dag kom hljómsveitin SLYSH í Hveragerðiskirkju og afhenti styrk til Sjóðsins góða að upphæð 430.000 kr. Hljómsveitin hélt jólatónleika 12.desember sem seldist upp á og komust færri að en vildu. Allar tekjur af miðasölu runnu til Sjóðsins góða. Auk þess safnaði hljómsveitin styrkjum meðal eftirtaldra fyrirtækja í Hveragerði: Ísfrost, Ölverk, Almar bakari og Garðyrkjustöðin Ficus.
Sjóðurinn góði þakkar fyrir þetta höfðinglega framlag sem kemur að góðum notum við úthlutun jólaaðstoðar.
Á myndinni eru fjórir meðlimir hljómsveitarinnar og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir sem veitti styrknum viðtöku.
des 9th
Nk. sunnudag 15.desember kl.11 verður jólastund barnanna í Hveragerðiskirkju. Stundin hefst inni í kirkjunni þar sem sagt verður frá fæðingu Jesúbarnsins í fjárhúsinu í Betlehem og Barnakór Hveragerðiskirkju kemur fram.
Að því loknu verður dansað í kringum jólatré í safnaðarheimilinu og jólasveinar koma í heimsókn.
Verið öll hjartanlega velkomin!
nóv 28th
Að kvöld fyrsta sunnudags í aðventu, 1.desember nk. kl. 20 verður aðventukvöld í Hveragerðiskirkju.
Pétur G. Markan bæjarstjóri flytur hugvekju. Skátar bera inn friðarljósið frá Betlehem. Yngri strengjasveit Tónlistarskóla Árnesinga leikur. Hverafuglar, Kór Félags eldri borgara í Hveragerði syngur, Sædís Lind Másdóttir syngur og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna.
Verið öll hjartanlega velkomin!
okt 30th
Sunnudagskvöldið 3.nóvember nk. verður kvöldguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju. Tendruð verða ljós í minningu látinna ástvina.
Chrissie Thelma Guðmundsdóttir leikur á fiðlu. Kirkjukórinn syngur fallega sálma og ljúf lög.
Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.
okt 21st
Sunnudaginn 27.október verða tvær guðsþjónustur í prestakallinu.
Kl.14 er guðsþjónusta í Kotstrandarkirkju. Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna leiðir safnaðarsöng, organisti er Miklós Dalmay og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.
Kl.20 er guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju helguð bleikum október, árveknisátaki vegna krabbameins hjá konum. Birna Almarsdóttir deilir reynslu sinni af því að greinast með krabbamein. Sædís Lind Másdóttir og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna. Fulltrúar frá Krabbameinsfélagi Árnessýslu taka þátt í guðsþjónustunni. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.
Öll eru velkomin í kirkjurnar okkar á sunnudag!
okt 3rd
Sunnudaginn 6.október er fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í Hveragerðiskirkju. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Unnar Birnu Björnsdóttur og kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng undir stjórn Miklósar Dalmay organista. Sr. Ninna Sif þjónar.
Biblíusaga, mikill söngur og gleði. Öll hjartanlega velkomin!