Hveragerðiskirkja
og Kotstrandarkirkja
og Kotstrandarkirkja
apr 2nd
Starf kirkjuvarðar við Hveragerðiskirkju er laust til umsóknar.
Í starfi kirkjuvarðar felst regluleg umsjón með húsnæði safnaðarins, þjónusta við helgihald og viðvera við athafnir, létt þrif í kirkju og önnur tilfallandi störf.
Hæfniskröfur:
Þjónustulund, snyrtimennska, sveigjanleiki.
Umsóknarfrestur er til 26.apríl nk.
Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Kolbeins formaður sóknarnefndar Hveragerðissóknar í síma 8972662 og eyjokol@simnet.is
mar 15th
Helgihald í dymbilviku og á páskum í Hveragerðisprestakalli verður með eftirfarandi hætti:
Pálmasunnudagur: fermingarmessa kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti er Miklós Dalmay og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur.
Föstudagurinn langi: pílagrímaganga og helgistund í Kotstrandarkirkju kl. 13. Lagt verður af stað gangandi frá Hveragerðiskirkju kl. 11.30. Unnur Birna Björnsdóttir syngur við helgistundina og lesið verður úr píslarsögunni.
Páskadagur: hátíðarguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 8. Að messu lokinni býður sóknarnefnd til morgunverðar í safnaðarheimilinu. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti er Miklós Dalmay og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur.
Hátíðarguðsþjónusta í Kotstrandarkirkju kl. 14. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti er Miklós Dalmay og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur.
mar 13th
Í gær 12.mars var haldinn aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar. Á fundinum lét Egill Gústafsson af störfum gjaldkera sóknarinnar, en því embætti hefur hann sinnt af einstakri samviskusemi og vandvirkni í 25 ár! Þá annaðist hann einnig bókhald Kotstrandarkirkjugarðs af sömu samviskusemi.
Af þessu tilefni færði formaður sóknarnefndar Eyjólfur Kolbeins og Helgi Þorsteinsson kirkjuvörður Agli þakklætisvott frá sóknarnefnd eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Í embætti gjaldkera var kjörin Ásta Björg Ásgeirsdóttir sem áður var varamaður í sóknarnefnd, og nýr varamaður í sóknarnefnd er Hjalti Helgason. Eru þau hér með boðin velkomin til starfa.
mar 5th
Aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar fer fram í Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 12.mars nk. kl. 18. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.
Öll sóknarbörn eru hvatt til þess að mæta og láta málefni kirkjunnar og safnaðarstarfsins sig varða.
feb 21st
Sunnudaginn 25.febrúar eru tvær guðsþjónustur í prestakallinu. Kl. 11 er fjölskylduguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Unnar Birnu Björnsdóttur. Biblíusaga, hreyfisöngvar, súkkulaði og sítrónur!
Kl. 14 er guðsþjónusta í Kotstrandarkirkju. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar við báðar guðsþjónustur, organisti er Miklós Dalmay og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna leiðir safnaðarsöng.
Sjáumst í kirkjunni!
feb 13th
Foreldramorgnar eru í Hveragerðiskirkju alla þriðjudaga kl. 10-12. Þar koma saman foreldrar með ung börn sín. Boðið er upp á kaffi og brauð og meðlæti. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra til þess að hitta aðra foreldra í sömu sporum og fyrir litlu börnin til þess að sjá önnur börn og leika hlið við hlið.
Þriðjudaginn 26.febrúar kemur Silja Runólfsdóttir sálfræðingur í heimsókn. Þriðjudaginn 12.mars kemur Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir hjá Sofa, borða, elska með fræðslu.
feb 1st
Sunnudagskvöldið 4.febrúar verður guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 20. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari. Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og organisti er Miklós Dalmay.
jan 26th
Á þriðjudögum kl. 17 eru bænastundir í kirkjunni sem standa í u.þ.b. hálftíma. Máttur bænarinnar er mikill og hún veitir frið, styrk og huggun. Verum öll hjartanlega velkomin.
des 11th
Jólastund barnanna verður haldinn í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 17.desember kl.11. Stundin hefst inni í kirkjunni þar sem við heyrum jólasöguna og barnakór kirkjunnar kemur fram undir stjórn Unnar Birnu Björnsdóttur. Að því loknu færum við okkur yfir í safnaðarheimilið þar sem við dönsum í kringum jólatréð og jólasveinar koma í heimsókn!
Verum öll velkomin.