Óflokkað

Lítil saga úr orgelhúsi í Hveragerðiskirkju

Bergþór Pálsson og Guðný Einarsdóttir flytja tónlistarævintýrið Lítil saga úr orgelhúsi fyrir börn og foreldra í fjölskylduguðsþjónustu í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 16.mars kl.11. Sagan segir frá orgelpípunum sem búa í orgelhúsinu og kynnir orgelið á skemmtilegan hátt en jafnframt fjallar hún um hversu mikilvægt það er að geta búið í sátt og samlyndi þó enginn sé eins. Sagan er eftir Guðnýju Einarsdóttur, organista, tónlistina gerði Michael Jón Clarke og myndirnar teiknaði Fanney Sizemore.Verið öll hjartanlega velkomin!

Kvöldmessa 2.mars

Sunnudagskvöldið 2.mars er guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl.20. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir þjónar. Notaleg kvöldstund í helgarlok – sjáumst í kirkjunni!

Veikindaleyfi sóknarprests

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir er í veikindaleyfi. Á meðan annast prestsþjónustu í prestakallinu sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir í síma 8561560 og sr. Sigríður Munda Jónsdóttir í síma 8941507.

Helgihald 16.febrúar 2025

Sunnudaginn 16.febrúar verða tvær guðsþjónustur í prestakallinu.

Kl. 11 verður prjónamessa í Hveragerðiskirkju. Fólk er hvatt til þess að mæta með handavinnuna sína. Að guðsþjónustu lokinni verður borin fram súpa í safnaðarheimilinu í samstarfi við Kvenfélag Hveragerðis sem kostar 1000 kr. Kirkjukórinn syngur og sr. Ninna Sif þjónar.

Kl. 14 er fjölskylduguðsþjónusta í Kotstrandarkirkju. Guðsþjónustan er sniðin að öllum aldurshópum. Raddir úr Barnakór Hveragerðis – og Kotstrandarkirkju koma fram. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng og sr. Ninna Sif þjónar.

Sjáumst í kirkjunum okkar á sunnudag!

Kvöldmessa 2.febrúar

Sunnudagskvöldið 2.febrúar er kvöldmessa í Hveragerðiskirkju kl. 20.

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur, organisti er Miklós Dalmay.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Helgihald 19.janúar 2025

Sunnudaginn 19.janúar verða tvær guðsþjónustur í prestakallinu.

Kl. 11 verður guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju.

Kl. 14 verður guðsþjónusta í Kotstrandarkirkju.

Sr. Axel Árnason Njarðvík þjónar, kirkjukórinn syngur og organisti er Miklós Dalmay.

Upphaf safnaðarstarfs á nýju ári

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!

Fastir liðir í safnaðarstarfinu hefja aftur göngu sína í janúar.

Fyrstu KFUM fundir nýs árs verða mánudaginn 13.janúar.

Foreldramorgnar hefjast á ný þriðjudaginn 14.febrúar.

Æfingar barnakórs hefjast aftur miðvikudag 22.janúar.

Fyrstu hádegisbænir nýs árs verða fimmtudaginn 23.janúar.

Fyrstu guðsþjónustur nýja ársins verða sunnudaginn 19.janúar. Þá er messa í Hveragerðiskirkju kl. 11 og í Kotstrandarkirkju kl. 14.

Helgihald á jólum í Hveragerðisprestakalli

Helgihald á jólum í Hveragerðisprestakalli er eftirfarandi.

Aðfangadagur: helgistund í Kotstrandarkirkju kl. 13. Pétur Nói Stefánsson og Guðný Alma Haraldsdóttir sjá um tónlistarflutning. Aftansöngur í Hveragerðiskirkju kl. 18. Hátíðarsöngvar sungnir.

Jóladagur: hátíðarguðsþjónusta í Kotstrandarkirkju kl. 14. Hátíðarsöngvar sungnir.

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti er Miklós Dalmay og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og leiðir safnaðarsöng.

SLYSH styrkir Sjóðinn góða

Í dag kom hljómsveitin SLYSH í Hveragerðiskirkju og afhenti styrk til Sjóðsins góða að upphæð 430.000 kr.  Hljómsveitin hélt jólatónleika 12.desember sem seldist upp á og komust færri að en vildu. Allar tekjur af miðasölu runnu til Sjóðsins góða.  Auk þess safnaði hljómsveitin styrkjum meðal eftirtaldra fyrirtækja í Hveragerði: Ísfrost, Ölverk, Almar bakari og Garðyrkjustöðin Ficus.

Sjóðurinn góði þakkar fyrir þetta höfðinglega framlag sem kemur að góðum notum við úthlutun jólaaðstoðar.

Á myndinni eru fjórir meðlimir hljómsveitarinnar og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir sem veitti styrknum viðtöku. 

Jólastund barnanna í Hveragerðiskirkju

Nk. sunnudag 15.desember kl.11 verður jólastund barnanna í Hveragerðiskirkju. Stundin hefst inni í kirkjunni þar sem sagt verður frá fæðingu Jesúbarnsins í fjárhúsinu í Betlehem og Barnakór Hveragerðiskirkju kemur fram.

Að því loknu verður dansað í kringum jólatré í safnaðarheimilinu og jólasveinar koma í heimsókn.

Verið öll hjartanlega velkomin!