Óflokkað

Fermingarmessur á hvítasunnudag

Síðustu fermingar vorsins 2025 verða venju samkvæmt á hvítasunnudag.

Skráning í fermingarfræðslu 2025-2026

Skráning í fermingarfræðslu veturinn 2025-2026 er hafin hér: https://hveragerdiskirkja.skramur.is/input.php?id=1

Nánari upplýsingar veitir sr. Ninna Sif Svavarsdóttir í síma 8491321 og á ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is.

Salvar Geir Guðgeirsson ráðinn til afleysinga í Hveragerðisprestakalli

Salvar Geir Guðgeirsson hefur verið ráðinn til afleysinga í Hveragerðisprestakalli næsta vetur á meðan Ninna Sif Svavarsdóttir verður í námsleyfi. Salvar Geir hefur þjónað í norsku kirkjunni um árabil. Á árum áður var hann m.a. leiðtogi í KFUM starfinu í Hveragerðiskirkju.

Salvar Geir er boðinn hjartanlega velkominn til starfa.

Vordagur í Kotstrandarkirkjugarði

Laugardaginn 31.maí kl.10-14 efnir kirkjugarðsnefnd Kotstrandarkirkjugarðs til hreinsunardags í garðinum. Þá er tilvalið að koma og snyrta leiði ástvina og taka þátt í hreinsun og viðhaldi garðsins. Boðið verður upp á hressingu.

Sumardagurinn fyrsti

Venju samkvæmt fögnum við sumri með skátaguðsþjónustu í Hveragerðiskirkju á sumardaginn fyrsta kl. 11.

Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á grillaðar pylsur og skátafjör og leiki fyrir utan kirkjuna.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Aðalfundur Kotstrandarsóknar

Helgihald í dymbilviku og á páskum 2025

Helgihald í Hveragerðisprestakalli í dymbilviku og á páskum 2025 verður með eftirfarandi hætti.

Pálmasunnudagur 13.apríl: fermingarmessa í Hveragerðiskirkju kl. 11.

Föstudagurinn langi 18.apríl: helgiganga frá Hveragerðiskirkju í Kotstrandarkirkju kl. 13.

Helgistund í Kotstrandarkirkju kl. 14.

Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 8. Morgunverður í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.

Hátíðarguðsþjónusta í Kotstrandarkirkju kl. 11.

Aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar 2025

Aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar árið 2025 verður haldinn í Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 8.apríl kl. 17. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.

Safnaðarfólk er hvatt til þess að mæta og taka þátt í umræðum um kirkjuna og safnaðarstarfið.

Fyrsta fermingarmessa vorsins 2025

Sunnudaginn 6.apríl verður fyrsta ferming vorsins í Hveragerðisprestakalli í Hveragerðiskirkju kl. 11.
Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og organisti er Miklós Dalmay.


Lítil saga úr orgelhúsi í Hveragerðiskirkju

Bergþór Pálsson og Guðný Einarsdóttir flytja tónlistarævintýrið Lítil saga úr orgelhúsi fyrir börn og foreldra í fjölskylduguðsþjónustu í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 16.mars kl.11. Sagan segir frá orgelpípunum sem búa í orgelhúsinu og kynnir orgelið á skemmtilegan hátt en jafnframt fjallar hún um hversu mikilvægt það er að geta búið í sátt og samlyndi þó enginn sé eins. Sagan er eftir Guðnýju Einarsdóttur, organista, tónlistina gerði Michael Jón Clarke og myndirnar teiknaði Fanney Sizemore.Verið öll hjartanlega velkomin!