Óflokkað

Fyrsta guðsþjónusta haustsins

Fyrsta guðsþjónusta haustsins er nk. sunnudagskvöld 1.september kl. 20.

Notaleg og hlýleg stund með fallegri tónlist og uppörvandi orði.

Sumarleyfi sóknarprests

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir er í sumarleyfi 8.-21.ágúst. Á meðan annast sr. Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur í Þorlákshöfn alla prestsþjónustu í prestakallinu. Símanúmer hennar er 8941507 og netfang sigridur.munda.jonsdottir@kirkjan.is

Guðsþjónusta á Blómstrandi dögum

Guðsþjónusta færð í Kotstrandarkirkju

Vegna votviðris verður guðsþjónustan sem átti að vera í Arnarbæli flutt í Kotstrandarkirkju. Þangað er ekki síður gott að koma. Hún hefst kl. 14 og eru öll hjartanlega velkomin.

Guðsþjónusta 14.júlí

Sunnudag 14.júlí kl. 14 er guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju í umsjón Félags fyrrum þjónandi presta og maka. Fyrrum þjónandi prestar þjóna. Organisti er Ester Ólafsdóttir.

Öll hjartanlega velkomin!

Sumarleyfi sóknarprests

Sóknarprestur Hveragerðisprestakalls sr. Ninna Sif Svavarsdóttir er í sumarleyfi 1.-22.júlí. Á meðan annast sr. Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur í Þorlákshöfn prestsþjónustu í prestakallinu. Símanúmer hennar er 8941507 og netfang sigridur.munda.jonsdottir@kirkjan.is.

Hreinsunardagur í Kotstrandarkirkjugarði

Laugardaginn 8.júní efnir kirkjugarðsnefnd Kotstrandarkirkjugarðs til hreinsunardags í garðinum. Þá er tilvalið að koma og snyrta leiði ástvina eða taka til og sinna viðhaldi garðsins í góðum hópi fólks. Boðið verður upp á hressingu.

Skráning í fermingarfræðslu 2024-2025

Skráning í fermingarfræðslu 2024-2025 og á fermingardaga vorið 2025 er hafin. Vefslóðin er https://hveragerdiskirkja.skramur.is/input.php?id=1

Nánari upplýsingar veitir sr. Ninna Sif Svavarsdóttir í síma 8491321 og á ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is

Kynningarfundur vegna ferminga vorið 2025

Allar nánari upplýsingar veitir Ninna Sif Svavarsdóttir prestur í síma 8491321 og á ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is

Aðalfundir Kotstrandarsóknar og Kotstrandarkirkjugarðs

Miðvikudag 22.maí nk. kl.20 verður haldinn aðalfundur Kotstrandarkirkjugarðs, í aðstöðuhúsinu við Kotstrandarkirkju. Venjuleg aðalfundarstörf.

Miðvikudag 29.maí kl. 20 verður haldinn aðalfundur Kotstrandarsóknar. Á fundinum verður farið yfir starfið í sókninni á sl. starfsári, lagðir verða fram reikningar sóknarinnar og kirkjugarðs og fjallað um starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundar. Þá verður kosið í embætti.