og Kotstrandarkirkja
Óflokkað

Helgihald 19.nóvember 2023
nóv 16th
Sunnudaginn 19.nóvember verða tvær guðsþjónustur í prestakallinu, í Kotstrandarkirkju kl. 14 en þangað er fólk hvatt til þess að mæta með handavinnu, og Hveragerðiskirkju kl. 20. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari, Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og organisti er Miklós Dalmay.


Samtöl um sorg og áföll
nóv 7th
Á fimmtudagskvöldum í nóvember verður boðið upp á samtöl um sorg og áföll í Hveragerðis – og Þorlákskirkjum í umsjón prestanna.


Allra heilagra messa
nóv 2nd

Nk. sunnudag 5.nóvember er guðsþjónusta kl. 11 á allra heilagra messu. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, Miklós Dalmay er organisti og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarkirkju syngur.
Helgihald 22.október 2023
okt 19th
Sunnudaginn 22.október eru tvær guðsþjónustur í prestakallinu.
Kl. 14 er hefðbundin guðsþjónusta í Kotstrandarkirkju. Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur, organisti Miklós Dalmay. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.
Kl.20 er guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju tileinkuð bleikum október, árveknisátaki Krabbameinsfélags Íslands um krabbamein hjá konum. Viktoría Sif Kristinsdóttir deilir með okkur reynslu sinni. Félagar úr Krabbameinsfélagi Árnessýslu kynna starfsemi félagsins. Hugrún Birna Hjaltadóttir leikur á fiðlu og kirkjukórinn syngur hugljúfa og fallega tónlist.
Sjáumst í kirkjunni á sunnudag!

Messa 1.október
sep 28th
Sunnudaginn 1.október er messa í Hveragerðiskirkju kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari, Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og organisti er Miklós Dalmay. Verum öll hjartanlega velkomin til kirkju!


Kvöldguðsþjónusta 17.september
sep 14th
Sunnudagskvöldið 17.september er guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 20. Í kvöldguðsþjónustu er hið hefðbundna messuform brotið upp þannig að fallegur sálmasöngur og talað mál fléttast saman.
Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og organisti er Miklós Dalmay. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari.


Guðsþjónusta í Arnarbæli
ágú 9th
Sunnudaginn 13.ágúst verður árleg útiguðsþjónusta í Arnarbæli, þeim gamla kirkjustað við ósa Ölfusár.
Sl. sumar fæddist sú hugmynd að ganga saman til guðsþjónustunnar frá Hveragerði. Þess vegna verður lagt af stað frá Hveragerðiskirkju kl. 11.30 á sunnudag og eru öll velkomin að taka þátt í göngunni.
Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á kirkjukaffi.
Ef veðrið bregst verður guðsþjónustan í Kotstrandarkirkju.


Messa 16.júlí
júl 13th
Sunnudaginn 16.júlí er messa í Hveragerðiskirkju kl. 14, athugið breyttan messutíma. Félagar í Félagi fyrrum þjónandi presta og maka taka þátt í messunni og sr. Kristján Valur Ingólfsson fyrrum vígslubiskup í Skálholti prédikar og þjónar fyrir altari. Verum öll hjartanlega velkomin!

Sumarleyfi sóknarprests
jún 6th
Ninna Sif Svavarsdóttir sóknarprestur í Hveragerðisprestakalli er í sumarleyfi 7.júní-12.júlí.
Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur í Þorlákshöfn þjónar prestakallinu á meðan. Símanúmerið hjá henni er 894 1507 og netfangið sigridur.munda.jonsdottir@kirkjan.is.