og Kotstrandarkirkja
Óflokkað

Kvöldguðsþjónusta 17.september
sep 14th
Sunnudagskvöldið 17.september er guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 20. Í kvöldguðsþjónustu er hið hefðbundna messuform brotið upp þannig að fallegur sálmasöngur og talað mál fléttast saman.
Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og organisti er Miklós Dalmay. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari.


Guðsþjónusta í Arnarbæli
ágú 9th
Sunnudaginn 13.ágúst verður árleg útiguðsþjónusta í Arnarbæli, þeim gamla kirkjustað við ósa Ölfusár.
Sl. sumar fæddist sú hugmynd að ganga saman til guðsþjónustunnar frá Hveragerði. Þess vegna verður lagt af stað frá Hveragerðiskirkju kl. 11.30 á sunnudag og eru öll velkomin að taka þátt í göngunni.
Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á kirkjukaffi.
Ef veðrið bregst verður guðsþjónustan í Kotstrandarkirkju.


Messa 16.júlí
júl 13th
Sunnudaginn 16.júlí er messa í Hveragerðiskirkju kl. 14, athugið breyttan messutíma. Félagar í Félagi fyrrum þjónandi presta og maka taka þátt í messunni og sr. Kristján Valur Ingólfsson fyrrum vígslubiskup í Skálholti prédikar og þjónar fyrir altari. Verum öll hjartanlega velkomin!

Sumarleyfi sóknarprests
jún 6th
Ninna Sif Svavarsdóttir sóknarprestur í Hveragerðisprestakalli er í sumarleyfi 7.júní-12.júlí.
Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur í Þorlákshöfn þjónar prestakallinu á meðan. Símanúmerið hjá henni er 894 1507 og netfangið sigridur.munda.jonsdottir@kirkjan.is.
Skráning í fermingarfræðslu 2023-2034
maí 30th
Skráning í fermingarfræðslu í Hveragerðisprestakalli veturinn 2023-2024 er hafin á skramur.is undir Hveragerðiskirkja.
Nánari upplýsingar veitir Ninna Sif Svavarsdóttir í síma 849 1321 og á ´ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is.


Kynningarfundur vegna fermingarfræðslu 2023-2024
maí 25th
Kynningarfundur vegna fermingarfræðslu í Hveragerðisprestakalli veturinn 2023-2024 og ferminga í Hveragerðis – og Kotstrandarkirkjum vorið 2024 verður haldinn í Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 30.maí kl. 17.30

Aðalfundur Kotstrandarkirkjugarðs
maí 25th
Aðalfundur Kotstrandarkirkjugarðs verður haldinn í aðstöðuhúsinu við Kotstrandarkirkju miðvikudagskvöldið 31.maí kl.20. Venjuleg aðalfundarstörf.
Aðalsafnaðarfundur Kotstrandarsóknar
apr 25th
Aðalsafnaðarfundur Kotstrandarsóknar verður haldinn í Birkihlíð þriðjudagskvöldið 9.maí kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Vonumst til að sjá sem flesta til þess að eiga samtal um kirkjustarfið vítt og breitt.
