Aukaaðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar

Aukaaðalsafnaðarfundur Hvergagerðissóknar er boðaður sunnudaginn 5. júní 2016 kl 12.
Nýjar starfsreglur um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016 voru setta á Kirkjuþingi  í apríl og vegna 7. gr þarf nú að boða til aukaaðalsafnaðarfundar til að  kjósa  kjörnefnd prestkallsins til fjögurra ára í senn. Nefndin er skipuð 11 fulltrúum að lágmarki og jafn mörgum til vara.

Um hæfi kjörnefndarmanna fer eftir ákvæðum II. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í stað þeirra sem segja sig frá kjöri eða sem kjörnefndin úrskurðar vanhæfa, skal skipa varamenn viðkomandi kjörnefndar.

Prófastar fylgja því eftir að kjörnefndir séu kosnar samkvæmt reglum þessum og að ávallt sé til staðar sá fjöldi aðalmanna og varamanna sem áskilið er.

Í 8. gr. segir um störf kjörnefndar prestakalls segir að hún kýs sóknarprest eða prest… Sá umsækjandi telst hafa hlotið kosningu í prestsembætti sem hlýtur meirihluta greiddra atkvæða í leynilegri kosningu á kjörnefndarfundi.
-sóknarnefnd