Archive for mars, 2024

Helgihald í dymbilviku og á páskum

Helgihald í dymbilviku og á páskum í Hveragerðisprestakalli verður með eftirfarandi hætti:

Pálmasunnudagur: fermingarmessa kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti er Miklós Dalmay og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur.

Föstudagurinn langi: pílagrímaganga og helgistund í Kotstrandarkirkju kl. 13. Lagt verður af stað gangandi frá Hveragerðiskirkju kl. 11.30. Unnur Birna Björnsdóttir syngur við helgistundina og lesið verður úr píslarsögunni.

Páskadagur: hátíðarguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 8. Að messu lokinni býður sóknarnefnd til morgunverðar í safnaðarheimilinu. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti er Miklós Dalmay og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur.

Hátíðarguðsþjónusta í Kotstrandarkirkju kl. 14. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti er Miklós Dalmay og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur.

Aðalsafnaðarfundur 2024

Í gær 12.mars var haldinn aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar. Á fundinum lét Egill Gústafsson af störfum gjaldkera sóknarinnar, en því embætti hefur hann sinnt af einstakri samviskusemi og vandvirkni í 25 ár! Þá annaðist hann einnig bókhald Kotstrandarkirkjugarðs af sömu samviskusemi.

Af þessu tilefni færði formaður sóknarnefndar Eyjólfur Kolbeins og Helgi Þorsteinsson kirkjuvörður Agli þakklætisvott frá sóknarnefnd eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Í embætti gjaldkera var kjörin Ásta Björg Ásgeirsdóttir sem áður var varamaður í sóknarnefnd, og nýr varamaður í sóknarnefnd er Hjalti Helgason. Eru þau hér með boðin velkomin til starfa.

Aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar 2024

Aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar fer fram í Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 12.mars nk. kl. 18. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.

Öll sóknarbörn eru hvatt til þess að mæta og láta málefni kirkjunnar og safnaðarstarfsins sig varða.