Archive for mars, 2023

Helgihald í dymbiliviku og á páskum 2023

Pálmasunnudagur: fermingarmessa í Hveragerðiskirkju kl. 11.

Föstudagurinn langi: pílagrímaganga.  Byrjað verður með helgistund í Hveragerðiskirkju kl. 11:30 og gengið í Kotstrandarkirkju þar sem helgistund verður kl. 13. 

Í helgistundinni í Kotstrandarkirkju mun Unnur Birna Björnsdóttir sjá um tónlist.  Lesið úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Öllum er velkomið að taka þátt í helgistund, einnig þeim sem ekki taka þátt í göngunni.

Páskadagur: hátíðarmessa í Hveragerðiskirkju kl. 8.  Morgunverður í safnaðarheimilinu að messu lokinni í boði sóknarnefndar.

Hátíðarmessa í Kotstrandarkirkju kl. 14. Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur við báðar messurnar, organisti Miklós Dalmay.

Easter - It's Meaning, History & Holiday Symbols Explained

Helgihald 19.mars 2023

Tvær guðsþjónustur verða í prestakallinu sunnudaginn 19.mars, fjölskylduguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 11 og hefðbundin guðsþjónusta í Kotstrandarkirkju kl. 14.

Öll hjartanlega velkomin!