Archive for nóvember, 2023

Aðventukvöld í Hveragerðiskirkju

Sunnudagskvöldið 3.desember verður aðventukvöld í Hveragerðiskirkju kl. 20, venju samkvæmt á fyrsta sunnudegi í aðventu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra flytur hugvekju. Þrír kórar sem starfa í Hveragerði koma fram: Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna, Söngsveit Hveragerðis og Hverafuglar, kór Félags eldri borgara í Hveragerði.

Verum öll hjartanlega velkomin!

Helgihald 19.nóvember 2023

Sunnudaginn 19.nóvember verða tvær guðsþjónustur í prestakallinu, í Kotstrandarkirkju kl. 14 en þangað er fólk hvatt til þess að mæta með handavinnu, og Hveragerðiskirkju kl. 20. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari, Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og organisti er Miklós Dalmay.

Samtöl um sorg og áföll

Á fimmtudagskvöldum í nóvember verður boðið upp á samtöl um sorg og áföll í Hveragerðis – og Þorlákskirkjum í umsjón prestanna.

Allra heilagra messa

Nk. sunnudag 5.nóvember er guðsþjónusta kl. 11 á allra heilagra messu. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, Miklós Dalmay er organisti og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarkirkju syngur.