Kirkjukórinn

Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna var stofnaður í september 1946. Markmið kórsins er að æfa og flytja tónlist við guðsþjónustur og aðrar athafnir eftir því sem tilefni gefst til. Ferðalög og heimsóknir innan lands og utan með einhverja söngdagskrá í farteskinu. Félagsgjöld eru engin. Sóknirnar greiða kórnum styrk, sem fer í nótnakaup og félagsstarf kórsins.

Ef þú lesandi góður hefur gaman af söng og góðum félagsskap ertu velkominn í kórinn. Hafðu samband við söngstjórann eða stjórn kórsins.

Formaður: Steindór Gestsson, sími 483 4231
Gjaldkeri: Aðalheiður Ásgeirsdóttir, símar: 483-4626 og 898-4626
Ritari: Hafdís Ósk Guðmundsdóttir símar: 483-4345 og 692-4003
Stjórnandi: Miklós Dalmay, 486 6610 og 898 2463