Athafnir á lífsleiðinni

Þjóðkirkjan veitir einstaklingum og samfélögum þjónustu með virkri nærveru á stóru stundum lífsins, í gleði og sorg, með helgihaldi og athöfnum. Guðsþjónustur helgidaganna og helgar athafnir þjóðkirkjunnar, svo sem skírn, ferming, hjónavígsla og útför, eru áningarstaðir á lífsins leið, með veganesti orðs og atferlis sem styrkja samfélagið milli fólks og kynslóða og efla von og lífsþrótt. Þar verður hin opna þjóðkirkja sýnileg, með sína löngu hefð og sögu og sterka framtíðarsýn í ljósi Jesú Krists.

Til að bóka prestsþjónustu við athöfn í Hveragerðisprestakalli er best að hafa beint samband við sóknarprest sr. Ninnu Sif Svavarsdóttur í síma 8491321 eða á netfangið ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is

Hér er hlekkur á viðmiðunargjaldskrá Prestafélags Íslands: https://prestafelag.is/gjaldskra/