Í gær 12.mars var haldinn aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar. Á fundinum lét Egill Gústafsson af störfum gjaldkera sóknarinnar, en því embætti hefur hann sinnt af einstakri samviskusemi og vandvirkni í 25 ár! Þá annaðist hann einnig bókhald Kotstrandarkirkjugarðs af sömu samviskusemi.

Af þessu tilefni færði formaður sóknarnefndar Eyjólfur Kolbeins og Helgi Þorsteinsson kirkjuvörður Agli þakklætisvott frá sóknarnefnd eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Í embætti gjaldkera var kjörin Ásta Björg Ásgeirsdóttir sem áður var varamaður í sóknarnefnd, og nýr varamaður í sóknarnefnd er Hjalti Helgason. Eru þau hér með boðin velkomin til starfa.