Kotstrandarkirkja

Kotstrandarkirkja er í Hveragerðisprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð 1909 og vígð 14. nóvember sama ár. Hún er úr járnklæddu timbri, um 85 m² og tekur 200 manns í sæti. Samúel Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu var yfirsmiður.
Gamla altaristaflan er úr Reykjakirkju og Örlygur Sigurðsson málaði málverkið af séra Ólafi Magnússyni.
Kotstrandarkirkja var hönnuðuð af Rögnvaldi Ólafssyni, arkitekt. Hún var friðuð 1. janúar 1990, samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Nokkrar myndir í og af kirkjunni Kotstrandarkirkja er í Hveragerðisprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð 1909 og vígð 14. nóvember sama ár. Hún er úr járnklæddu timbri, um 85 m² og tekur 200 manns í sæti. Samúel Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu var yfirsmiður.
Gamla altaristaflan er úr Reykjakirkju og Örlygur Sigurðsson málaði málverkið af séra Ólafi Magnússyni.

Kotstrandarkirkja var hönnuðuð af Rögnvaldi Ólafssyni, arkitekt. Hún var friðuð 1. janúar 1990, samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Kirkjugarðurinn á Kotströnd þjónar einnig Hveragerði. Hvergerðingar sóttu Kotstrandarkirkju þar til þeirra kirkja var tilbúin. Garðurinn, sem markar kirkjugarðinn á tvo vegu er prýðilega vel hlaðinn og skoðunarverður.
Árið 1909 var ákveðið að leggja niður kirkjurnar að Arnarbæli og Reykjum og leggja sóknirnar til Kotstrandar. Séra Ólafur Magnússon sat í Arnarbæli 1903 – 1940 og var síðasti prestur þar. Hann þjónaði Kotströnd, Hjalla og Strönd í Selvogi en að honum látnum hafa prestar setið í Hveragerði og Kotstrandarkirkja varð að útkirkju þaðan.

Í katólskum sið var kirkjan í Arnarbæli helguð heilögum Nikulási og útkirkjur voru að Hjalla og á Reykjum.