Archive for mars, 2016

Páskadagsmorgun og páskadagur

Sigurhátíð sæl og blíð

Sigurhátíð sæl og blíð

Hátíðarmessa kl. 8. Morgunhressing í safnaðarheimilinu eftir helgihaldið, súkkulaði og rúnstykki. Verið velkomin.

 

Hátíðarmessa verður síðar um daginn kl. 14 í Kotstrandarkirkju. Verið velkomin.

Skírdagskvöld

Messa á skírdagskvöld kl. 20 og Getsemanestund í lokin. Þá er altarið afskrýtt og lesinn verður kafli píslarsögunnar um bæn Jesú í Gesemane. Að því loknu eru ljós slökkt og munir altarisins teknir af því, á meðan lesinn er 22. Davíðssálmur. Þannig er gengið inn í myndræna íhugun niðlægingar Krist.

Fermingarbörnin í Skálholt

Mánudaginn 14. mars nk. er ætlað að fara með fermingarbörnin í Skálholt. Langt verður af stað frá Grunnskólanum á sama tíma og skólinn hefst.
Börnin þurfa að vera sæmilega klædd eftir veðri. Þau þurfa að greiða 1500 kr en sóknin greiðir rútuna og prófastdæmið fyrir kennslu og leiðtoga í Skálholti.
Öllum börnum er fjálst að koma með hvort sem þau fermast hér eða annars staðar eða ekki. Börnin fá frí þennan dag í skólanum til að komast og formlega þá þurfa eða ættu foreldrar að hafa samband við skrifstofu skólans og fá þannig leyfi fyrir fjarvistina.

Gott væri ef eitt eða fleiri foreldri gæti komist með því hópurinn er 31 barn og kannski fullmikið fyrir einn að halda utan um alla. Bið ég slíka að hafa samband við mig, síminn er 856 1574

Komið verður heim um kl. 16.

kær kveðja
axel prestur, sími 8561574

Biblíulestur 2016

Lúkasarguðspjall lesið í Hvergerðiskirkju 2016

Boðið er upp á Biblíulestur í Hveragerðiskirkju á fimmtudögum í mars kl. 17:45 – 19:15 og lesið verður Lúkasarguðspjall. Það er margt í Lúkasarguðspjalli sem skemmtilegt er að skoða. Hver eða hvað er Þeófílus? Hvað varð um höfuðu Jóhannesar? Hver var Messías í sögunni? Hver var játning Péturs? Var Símon Pétur, eða var Pétur Símon? Hvað er að vera sæll? Hvað varð um Emmaus? Af hverju eru kaflarnir 24? Og hvað er Quelle? Margar spurningar vakna og sumum er hægt að svara en aðrar eru bara til að spyrja.

Sóknarpresturinn sr. Axel Á Njarðvík sér um prógrammið og fólkið beðið að skrá sig í síma 856 1574. Ekkert þátttökugjald er og er öllum opið. Hægt er að koma inn í prógrammið þó hafið sé

Verið velkomin