Mánudaginn 14. mars nk. er ætlað að fara með fermingarbörnin í Skálholt. Langt verður af stað frá Grunnskólanum á sama tíma og skólinn hefst.
Börnin þurfa að vera sæmilega klædd eftir veðri. Þau þurfa að greiða 1500 kr en sóknin greiðir rútuna og prófastdæmið fyrir kennslu og leiðtoga í Skálholti.
Öllum börnum er fjálst að koma með hvort sem þau fermast hér eða annars staðar eða ekki. Börnin fá frí þennan dag í skólanum til að komast og formlega þá þurfa eða ættu foreldrar að hafa samband við skrifstofu skólans og fá þannig leyfi fyrir fjarvistina.

Gott væri ef eitt eða fleiri foreldri gæti komist með því hópurinn er 31 barn og kannski fullmikið fyrir einn að halda utan um alla. Bið ég slíka að hafa samband við mig, síminn er 856 1574

Komið verður heim um kl. 16.

kær kveðja
axel prestur, sími 8561574