Archive for febrúar, 2024

Helgihald 25.febrúar 2024

Sunnudaginn 25.febrúar eru tvær guðsþjónustur í prestakallinu. Kl. 11 er fjölskylduguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Unnar Birnu Björnsdóttur. Biblíusaga, hreyfisöngvar, súkkulaði og sítrónur!

Kl. 14 er guðsþjónusta í Kotstrandarkirkju. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar við báðar guðsþjónustur, organisti er Miklós Dalmay og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna leiðir safnaðarsöng.

Sjáumst í kirkjunni!

Foreldramorgnar

Foreldramorgnar eru í Hveragerðiskirkju alla þriðjudaga kl. 10-12. Þar koma saman foreldrar með ung börn sín. Boðið er upp á kaffi og brauð og meðlæti. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra til þess að hitta aðra foreldra í sömu sporum og fyrir litlu börnin til þess að sjá önnur börn og leika hlið við hlið.

Þriðjudaginn 26.febrúar kemur Silja Runólfsdóttir sálfræðingur í heimsókn. Þriðjudaginn 12.mars kemur Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir hjá Sofa, borða, elska með fræðslu.

Kvöldguðsþjónusta 4.febrúar

Sunnudagskvöldið 4.febrúar verður guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 20. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari. Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og organisti er Miklós Dalmay.