Lúkasarguðspjall lesið í Hvergerðiskirkju 2016

Boðið er upp á Biblíulestur í Hveragerðiskirkju á fimmtudögum í mars kl. 17:45 – 19:15 og lesið verður Lúkasarguðspjall. Það er margt í Lúkasarguðspjalli sem skemmtilegt er að skoða. Hver eða hvað er Þeófílus? Hvað varð um höfuðu Jóhannesar? Hver var Messías í sögunni? Hver var játning Péturs? Var Símon Pétur, eða var Pétur Símon? Hvað er að vera sæll? Hvað varð um Emmaus? Af hverju eru kaflarnir 24? Og hvað er Quelle? Margar spurningar vakna og sumum er hægt að svara en aðrar eru bara til að spyrja.

Sóknarpresturinn sr. Axel Á Njarðvík sér um prógrammið og fólkið beðið að skrá sig í síma 856 1574. Ekkert þátttökugjald er og er öllum opið. Hægt er að koma inn í prógrammið þó hafið sé

Verið velkomin