Archive for september, 2024

Fjölskylduguðsþjónusta 15.september

Nk. sunnudag 15.september verður fjölskylduguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 11. Biblíusaga, mikill söngur og VÆB bræður stíga á stokk. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng. Sr. Ninna Sif þjónar. Öll velkomin!

Barnakór Hveragerðiskirkju hefur æfingar að nýju

Nk. miðvikudag 11.september er fyrsta æfing barnakórs Hveragerðiskirkju á þessu hausti. Æfingarnar verða á miðvikudögum kl. 15.45-16.15. Þá kemur kórinn einnig reglulega fram í helgihaldi kirkjunnar. Það kostar ekkert að vera með en það er nauðsynlegt að skrá börnin til þátttöku á skramur.is undir Hveragerðiskirkja.

Stjórnandi kórsins er Unnur Birna Björnsdóttir.

Heiðursviðurkenning til kirkjukórsmeðlima

Sl. föstudag 30.ágúst var heiðursviðurkenning Þjóðkirkjunnar, Liljan veitt til fulltrúa í kirkjukórum landsins sem sungið hafa í kirkjukórum í 30 ár eða lengur. Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna átti átta fulltrúa í þeim hópi.

Þau stilltu sér upp fyrir myndatöku fyrir kvöldmessu í Hveragerðiskirkju sl. sunnudagskvöld: Sigríður Svava Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Aðalheiður Ásgeirsdóttir, Sigurbjörg Hlöðversdóttir, Anna Jórunn Stefánsdóttir, Perla Smáradóttir, Sigrún Elfa Reynisdóttir og Steindór Gestsson. Af þessum glæsilega hópi hefur Svava sungið lengst með kirkjukór, eða í 58 ár!