Archive for október, 2024

Allra heilagra messa

Sunnudagskvöldið 3.nóvember nk. verður kvöldguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju. Tendruð verða ljós í minningu látinna ástvina.

Chrissie Thelma Guðmundsdóttir leikur á fiðlu. Kirkjukórinn syngur fallega sálma og ljúf lög.

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.

The Liturgical Home: All Saints' Day ...

Helgihald 27.október 2024

Sunnudaginn 27.október verða tvær guðsþjónustur í prestakallinu.

Kl.14 er guðsþjónusta í Kotstrandarkirkju. Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna leiðir safnaðarsöng, organisti er Miklós Dalmay og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.

Kl.20 er guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju helguð bleikum október, árveknisátaki vegna krabbameins hjá konum. Birna Almarsdóttir deilir reynslu sinni af því að greinast með krabbamein. Sædís Lind Másdóttir og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna. Fulltrúar frá Krabbameinsfélagi Árnessýslu taka þátt í guðsþjónustunni. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.

Öll eru velkomin í kirkjurnar okkar á sunnudag!

Fjölskylduguðsþjónusta 6.október

Sunnudaginn 6.október er fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í Hveragerðiskirkju. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Unnar Birnu Björnsdóttur og kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng undir stjórn Miklósar Dalmay organista. Sr. Ninna Sif þjónar.

Biblíusaga, mikill söngur og gleði. Öll hjartanlega velkomin!