Sunnudaginn 2. nóvember kl. 20 er Allra heilagra messa í Hveragerðiskirkju. Í boði verður að tendra ljós í minningu látinna ástvina og leggja hið orðna og hið óorðna í miskunnsaman og kærleiksríkan faðm Drottins.

Kirkjukórinn leiðir okkur í sálmasöng og syngur líka ljúf lög fyrir okkur.

Séra Salvar Geir Guðgeirsson þjónar fyrir altari og Miklós Dalmay leiðir tónlistina.