Bænastund og súpa fimmtudaginn 6. nóvember kl. 12:15.

Við byrjum á stuttri bænastund í kirkjunni, svo höldum við inn í safnaðarheimili þar sem súpa og meðlæti er í boði gegn vægu verði.

Séra Salvar Geir Guðgeirsson leiðir bænastundina og Ásta Björg kirkjuvörður sér um veitingar.

Verið velkomin.