og Kotstrandarkirkja
Helgihald helgarinnar
Sunnudaginn 16. nóvember er fjölskylduguðsþjónustu kl. 11 í Hveragerðiskirkju. Barnakórinn syngur nokkur lög. Guðsþjónustan hentar vel börnum 3-10 ára.
Unnur Birna Björnsdóttir stjórnar barnakórnum og leikur undir sálmana.
Séra Salvar Geir Guðgeirsson þjónar fyrir altari.
Um kvöldið er guðsþjónusta í Kotstrandarkirkju kl. 20.
Hið hefðbundna messuform er brotið upp á 45 mínútum með fallegum sálmasöng og töluðu máli.
Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og leiðir sönginn og organisti er Miklós Dalmay.
Séra Salvar Geir Guðgeirsson þjónar fyrir altari.
Verið hjartanlega velkomin.
| Print article | This entry was posted by Salvar Geir Guðgeirsson on 13. nóvember, 2025 at 17:02, and is filed under Tilbeiðsla. Follow any responses to this post through RSS 2.0. Both comments and pings are currently closed. |
Comments are closed.