Æskulýðsstarf

Söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar

Föstudagskvöldið 7. nóvember munu fermingarbörnin okkar ganga um bæinn og safna peningum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar eins og venja er. Þetta er árleg söfnun sem hefur verið haldin frá árinu 2000. Börnin gefa þannig af tíma sínum til að safna fé til verkefna Hjálparstarfsins í Afríku sem mörg hver tengjast aðgengi fólks að hreinu vatni sem er nauðsynlegt fyrir betra lífi. Þetta er flottur hópur, takið vel á móti þeim!

Barnakór kom fram í fyrsta sinn

Barnakór Hveragerðiskirkju kom í fyrsta sinn fram í guðsþj´ónustu í morgun. Óhætt er að segja að börnin hafi staðið sig með sóma.

Kórinn var stofnaður í haust og stjórnandi hans er Unnur Birna Björnsdóttir.