og Kotstrandarkirkja
Óflokkað
Helgihald 15.janúar 2023
jan 12th
Fyrstu guðsþjónustur nýs árs verða nk. sunnudag. Sjáumst í kirkjunni!
Safnaðarstarfið hefst á ný
jan 9th
Gleðilegt nýtt ár!
Safnaðarstarfið í Hveragerðisprestakalli hefst á ný í þessari viku.
Á morgun, þriðjudag, er foreldramorgunn kl. 11-13 og fermingarfræðsla. Á miðvikudag er fermingarfræðsla og æfing hjá barnakórnum. Á sunnudag eru svo tvær guðsþjónustur, kl. 14 í Kotstrandarkirkju og kl. 20 í Hveragerðiskirkju.
Í næstu viku hefst svo KFUM starfið, þ.e. mánudag 16.janúar og fjölskyldusamverur hefjast miðvikudag 18.janúar.
Verum öll velkomin í kirkjuna!
Helgihald um jól og áramót í Hveragerðisprestakalli
des 16th
Loksins, loksins megum við aftur koma saman til helgihalds um jól og áramót í kirkjunni. Helgihaldið í Hveragerðisprestakalli verður með sama hætti og vaninn er. Öll hjartanlega velkomin!
Aðfangadagur Kotstrandarkirkja: helgistund kl. 13. Skátar koma með friðarlogann frá Betlehem. Greta Guðnadóttir og Guðmundur Kristmundsson flytja tónlist.
Hveragerðiskirkja: aftansöngur kl. 18. Hátíðarsöngvar sungnir. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur, organisti Miklós Dalmay.
Jóladagur Kotstrandarkirkja: hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Hátíðarsöngvar sungnir. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur, organisti Miklós Dalmay.
Gamlársdagur Hveragerðiskirkja: aftansöngur kl. 17. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur, organisti Miklós Dalmay.
Umsóknir og úthlutanir úr Sjóðnum góða fyrir jól 2022
nóv 28th
Tilkynning frá Sjóðnum góða í Árnessýslu
Umsóknir og úthlutanir úr Sjóðnum góða 2022
Hægt verður að sækja um fjárhagsaðstoð fyrir jólin á netinu á þar til gerðu umsóknarblaði. Senda þarf tölvupóst á sjodurinngodi@gmail.com og óska eftir að fá umsóknarblað sent. Útfyllt umsóknarblaðið ásamt fylgigögnum skal senda á sama netfang sjodurinngodi@gmail.com. Á umsóknardögum verður hægt að hringja í síma 8404690, 8404691, 8404692 og sækja um símleiðis. Aðeins er tekið við umsóknum í síma á auglýstum umsóknartíma. Þau sem ekki geta sótt um rafrænt eða símleiðis geta komið á umsóknardögum í Selið, Engjavegi 48 (við íþróttavöllinn).
Umsóknardagar eru:
Miðvikudagur 30.nóv. 13 – 15
Fimmtudagur 1. des. 13 – 15
Þriðjudagur 6. des. 16 – 18
Úthlutunardagar: Mánudagur 19. des. 16 – 18
Þriðjudagur 20. des. kl. 13 – 15
Með umsókn þarf að senda / fylgja eftirfarandi gögn: Allar tekjur okt. eða nóv. (Vinnulaun, tekjur frá Tryggingastofnun, fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur.) Öll útgjöld okt. eða nóv. (leiga,afborganir lána og húsnæðis, rafmagn/hiti ,úgjöld v.barna tryggingar ofl.) Áríðandi er að fylla umsóknir vel og rétt út og að skjöl fylgi með umsókn.Vinsamlegast virðið þessar dagsetningar og athugið að ekki er tekið við umsóknum eftir síðasta umsóknardag, hvorki rafrænt né í síma. Síminn er eingöngu opinn á auglýstum umsóknartíma.
Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar
nóv 1st
Takk fyrir að taka vel á móti fermingarbörnunum!
Börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar ganga í hús um land allt dagana 31. október – 3. nóvember með bauk frá Hjálparstarfi kirkjunnar sem er merktur, númeraður og lokaður með innsigi. Börnin gefa þannig af tíma sínum til að safna fé til verkefna Hjálparstarfsins í Afríku. Kærar þakkir fyrir að taka vel á móti börnunum!
Meðal þess sem börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar fá að kynnast í vetur er þróunarsamvinna og hjálparstarf á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Fermingarbörnin fá að kynnast aðstæðum sem fólkið á verkefnasvæðum býr við og rætt er um sameiginlega ábyrgð á því að allir jarðarbúar fái lifað mannsæmandi lífi.
Í kjölfar fræðslunnar ganga fermingarbörnin í hús og safna framlögum til verkefna sem kynnt hafa verið. Fyrir söfnunina fá börnin leiðbeiningar um framkomu, öryggi og að gleyma ekki að vera vel klædd. Börnunum er uppálagt að fara alltaf tvö og tvö saman og foreldrar eru hvattir til að ganga með þeim. Börnin fá endurskinsmerki merkt Hjálparstarfi kirkjunnar til að bera á meðan fjáröflun stendur.
„Með verkefninu gefist tækifæri til að fræða fermingarbörnin um gildi náungakærleiks á áþreifanlegan hátt. Með því skapast einnig mótvægi við síbylju neikvæðra frétta og tækifæri til að skynja að öll getum við lagt eitthvað af mörkum,“ sagði Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri kirkjunnar, við undirbúning söfnunarinnar.
Börn í fermingarfræðslu hafa í meira en tuttugu ár lagt sitt af mörkum til Hjálparstarfs með því að ganga í hús með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Framlag fermingarbarna er afar mikilvægt en árið 2021 söfnuðu þau rúmum 8 milljónum króna með þessum hætti.
Styðja má fjáröflun fermingarbarna til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku með því að hringja í söfnunarsíma 907 2003 og gefa 2.500 krónur, leggja upphæð að eigin vali inn á reikning 0334-26-56200, kennitala 450670-0499 eða greiða með greiðslukorti á vefsíðu Hjálparstarfs kirkjunnar.