Óflokkað

Jól í skókassa-Móttaka í Hveragerðiskirkju

Tekið verður á móti skókössum í Hveragerðiskirkju miðvikudaginn 5. nóvember milli klukkan 17-19.

Það verður heitt á könnunni, jólastemning og myndasýning.
Tengiliður er Salvar Geir Guðgeirsson (899-1974).
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér:
www.kfum.is/skokassar/skokassar/

Afleysingaþjónusta í Hveragerðisprestakalli

Afleysingaþjónusta í Hveragerðisprestakalli:

Sr. Axel Árnason Njarðvík sinnir prestsþjónustu fram í miðjan september. Síminn hjá honum er 8561574.

Sr. Salvar Geir Guðgeirsson sem ráðinn hefur verið til að sinna afleysingaþjónustu í prestakallinu fram á sumar 2026 tekur til starfa um miðjan september.

Sóknarprestur í leyfi

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir er í leyfi frá 21.ágúst.

Tímabundna afleysingu annast sr. Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur í Þorlákshöfn. Hún er í síma 8941507 og með netfangið sigridur.munda.jonsdottir@kirkjan.is.

Útiguðsþjónusta á Blómstrandi dögum

Sunnudaginn 17.ágúst verður útiguðsþjónusta í Lystigarðinum í Hveragerði í tilefni af bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum.

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti er Pétur Nói Stefánsson og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna leiðir safnaðarsöng.

Ef veðrið bregst verður guðsþjónustan inni í kirkjunni.

Image result for summer flowers images

Messa í Hveragerðiskirkju 13.júlí

Sunnudaginn 13.júlí kl. 14 er messa í Hveragerðiskirkju í umsjón Félags fyrrum þjónandi presta og maka. Organisti er Pétur Nói Stefánsson.

Öll hjartanlega velkomin!

Guðsþjónusta í Arnarbæli

Sunnudaginn 6.júlí kl. 14 er hin árlega útiguðsþjónusta í Arnarbæli. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti er Guðný Alma Haraldsdóttir og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna leiðir safnaðarsöng.

Messukaffi á eftir.

Ef veðrið bregst verður messað í Kotstrandarkirkju.

Arnarbæli | Sveitarfélagið Ölfus

Fermingarmessur á hvítasunnudag

Síðustu fermingar vorsins 2025 verða venju samkvæmt á hvítasunnudag.

Skráning í fermingarfræðslu 2025-2026

Skráning í fermingarfræðslu veturinn 2025-2026 er hafin hér: https://hveragerdiskirkja.skramur.is/input.php?id=1

Nánari upplýsingar veitir sr. Ninna Sif Svavarsdóttir í síma 8491321 og á ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is.

Salvar Geir Guðgeirsson ráðinn til afleysinga í Hveragerðisprestakalli

Salvar Geir Guðgeirsson hefur verið ráðinn til afleysinga í Hveragerðisprestakalli næsta vetur á meðan Ninna Sif Svavarsdóttir verður í námsleyfi. Salvar Geir hefur þjónað í norsku kirkjunni um árabil. Á árum áður var hann m.a. leiðtogi í KFUM starfinu í Hveragerðiskirkju.

Salvar Geir er boðinn hjartanlega velkominn til starfa.

Vordagur í Kotstrandarkirkjugarði

Laugardaginn 31.maí kl.10-14 efnir kirkjugarðsnefnd Kotstrandarkirkjugarðs til hreinsunardags í garðinum. Þá er tilvalið að koma og snyrta leiði ástvina og taka þátt í hreinsun og viðhaldi garðsins. Boðið verður upp á hressingu.