Óflokkað

Guðsþjónusta á Blómstrandi dögum

Guðsþjónusta í Arnarbæli

Sunnudaginn 13.ágúst verður árleg útiguðsþjónusta í Arnarbæli, þeim gamla kirkjustað við ósa Ölfusár.

Sl. sumar fæddist sú hugmynd að ganga saman til guðsþjónustunnar frá Hveragerði. Þess vegna verður lagt af stað frá Hveragerðiskirkju kl. 11.30 á sunnudag og eru öll velkomin að taka þátt í göngunni.

Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á kirkjukaffi.

Ef veðrið bregst verður guðsþjónustan í Kotstrandarkirkju.

Messa 16.júlí

Sunnudaginn 16.júlí er messa í Hveragerðiskirkju kl. 14, athugið breyttan messutíma. Félagar í Félagi fyrrum þjónandi presta og maka taka þátt í messunni og sr. Kristján Valur Ingólfsson fyrrum vígslubiskup í Skálholti prédikar og þjónar fyrir altari. Verum öll hjartanlega velkomin!

Sumarleyfi sóknarprests

Ninna Sif Svavarsdóttir sóknarprestur í Hveragerðisprestakalli er í sumarleyfi 7.júní-12.júlí.

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur í Þorlákshöfn þjónar prestakallinu á meðan. Símanúmerið hjá henni er 894 1507 og netfangið sigridur.munda.jonsdottir@kirkjan.is.

Skráning í fermingarfræðslu 2023-2034

Skráning í fermingarfræðslu í Hveragerðisprestakalli veturinn 2023-2024 er hafin á skramur.is undir Hveragerðiskirkja.

Nánari upplýsingar veitir Ninna Sif Svavarsdóttir í síma 849 1321 og á ´ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is.

Vordagur í Kotstrandarkirkjugarði

Kynningarfundur vegna fermingarfræðslu 2023-2024

Kynningarfundur vegna fermingarfræðslu í Hveragerðisprestakalli veturinn 2023-2024 og ferminga í Hveragerðis – og Kotstrandarkirkjum vorið 2024 verður haldinn í Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 30.maí kl. 17.30

Aðalfundur Kotstrandarkirkjugarðs

Aðalfundur Kotstrandarkirkjugarðs verður haldinn í aðstöðuhúsinu við Kotstrandarkirkju miðvikudagskvöldið 31.maí kl.20. Venjuleg aðalfundarstörf.

Aðalsafnaðarfundur Kotstrandarsóknar

Aðalsafnaðarfundur Kotstrandarsóknar verður haldinn í Birkihlíð þriðjudagskvöldið 9.maí kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Vonumst til að sjá sem flesta til þess að eiga samtal um kirkjustarfið vítt og breitt.

Djúpslökun í Hveragerðiskirkju

Djúpslökun í Hveragerðiskirkju

Djúpslökun/yoga nidra verður í Hveragerðiskirkju á miðvikudagskvöldum kl:19:30 í maí mánuði.

Samveran er 30-40 mínútna slökunastund sem fram fer sitjandi eða liggjandi allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Djúpslökun hjálpar okkur að staldra við og ná tengingu.

 Reynist afar vel við miklu álagi/streitu, vanlíðan og kvíða.

ATH: SAMVERAN KOSTAR EKKERT OG ALLIR ERU VELKOMNIR

Leiðbeinandi er:  Sonja Arnars – Yin yoga nidra kennari