Aðalfundir Kotstrandarsóknar og Kotstrandarkirkjugarðs

Miðvikudag 22.maí nk. kl.20 verður haldinn aðalfundur Kotstrandarkirkjugarðs, í aðstöðuhúsinu við Kotstrandarkirkju. Venjuleg aðalfundarstörf.

Miðvikudag 29.maí kl. 20 verður haldinn aðalfundur Kotstrandarsóknar. Á fundinum verður farið yfir starfið í sókninni á sl. starfsári, lagðir verða fram reikningar sóknarinnar og kirkjugarðs og fjallað um starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundar. Þá verður kosið í embætti.

Skráning í fermingarfræðslu veturinn 2024-2025

Nú er hafin skráning í fermingarfræðslu í Hveragerðisprestakalli veturinn 2024-2025 og um leið í fermingar í Hveragerðis – og Kotstrandarkirkju. Skráning fer fram hér: https://hveragerdiskirkja.skramur.is/input.php?id=1

Fermingardagar vorsins 2025 í Hveragerðiskirkju verða pálmasunnudagur 13.apríl, 4.maí og 18.maí. Í Kotstrandarkirkju verður fermt sunnudag 18.maí.

Hefð er fyrir því að ferma á hvítasunnu bæði í Hveragerðis – og Kotstrandarkirkju. Árið 2025 er hvítasunna óvenju seint, eða 8.júní. Verði mikil eftirspurn eftir fermingum þennan dag kemur til greina að verða við því. Þau sem hafa áhuga á fermingum þann dag eru beðin um að senda tölvupóst á netfangið ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is

Fermingarfræðslan hefst með sameiginlegum fræðsludögum Hveragerðis – og Þorláksprestakalls 21. og 22.ágúst.

Ef spurningar vakna er best að hafa samband við sóknarprest, Ninnu Sif Svavarsdóttur í síma 8491321 eða á netfangið ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is

Kirkjuvörður kvaddur og nýr tekur við

Sl. þriðjudag lét Helgi Þorsteinsson af störfum sem kirkjuvörður Hveragerðiskirkju eftir 13 ára farsælt starf. Á sóknarnefndarfundi voru Helgi færð blóm og verðskuldaðar þakkir. Helgi hefur verið einstaklega samviskusamur og natinn við kirkjuna.

Auglýst var eftir nýjum kirkjuverði. Ákveðið var að ráða Ástu Björgu Ásgeirsdóttur og er hún þegar tekin til starfa.

Á myndinni má sjá sr. Ninnu Sif Svavarsdóttur, Helga Þorsteinsson og Eyjólf Kolbeins, en myndin var tekin þegar Helgi var kvaddur.

Starf kirkjuvarðar við Hveragerðiskirkju laust til umsóknar

Starf kirkjuvarðar við Hveragerðiskirkju er laust til umsóknar.

Í starfi kirkjuvarðar felst regluleg umsjón með húsnæði safnaðarins, þjónusta við helgihald og viðvera við athafnir, létt þrif í kirkju og önnur tilfallandi störf.

Hæfniskröfur:

Þjónustulund, snyrtimennska, sveigjanleiki.

Umsóknarfrestur er til 26.apríl nk. 

Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Kolbeins formaður sóknarnefndar Hveragerðissóknar í síma 8972662 og eyjokol@simnet.is

Helgihald í dymbilviku og á páskum

Helgihald í dymbilviku og á páskum í Hveragerðisprestakalli verður með eftirfarandi hætti:

Pálmasunnudagur: fermingarmessa kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti er Miklós Dalmay og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur.

Föstudagurinn langi: pílagrímaganga og helgistund í Kotstrandarkirkju kl. 13. Lagt verður af stað gangandi frá Hveragerðiskirkju kl. 11.30. Unnur Birna Björnsdóttir syngur við helgistundina og lesið verður úr píslarsögunni.

Páskadagur: hátíðarguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 8. Að messu lokinni býður sóknarnefnd til morgunverðar í safnaðarheimilinu. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti er Miklós Dalmay og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur.

Hátíðarguðsþjónusta í Kotstrandarkirkju kl. 14. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, organisti er Miklós Dalmay og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur.

Aðalsafnaðarfundur 2024

Í gær 12.mars var haldinn aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar. Á fundinum lét Egill Gústafsson af störfum gjaldkera sóknarinnar, en því embætti hefur hann sinnt af einstakri samviskusemi og vandvirkni í 25 ár! Þá annaðist hann einnig bókhald Kotstrandarkirkjugarðs af sömu samviskusemi.

Af þessu tilefni færði formaður sóknarnefndar Eyjólfur Kolbeins og Helgi Þorsteinsson kirkjuvörður Agli þakklætisvott frá sóknarnefnd eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Í embætti gjaldkera var kjörin Ásta Björg Ásgeirsdóttir sem áður var varamaður í sóknarnefnd, og nýr varamaður í sóknarnefnd er Hjalti Helgason. Eru þau hér með boðin velkomin til starfa.

Aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar 2024

Aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar fer fram í Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 12.mars nk. kl. 18. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.

Öll sóknarbörn eru hvatt til þess að mæta og láta málefni kirkjunnar og safnaðarstarfsins sig varða.

Helgihald 25.febrúar 2024

Sunnudaginn 25.febrúar eru tvær guðsþjónustur í prestakallinu. Kl. 11 er fjölskylduguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Unnar Birnu Björnsdóttur. Biblíusaga, hreyfisöngvar, súkkulaði og sítrónur!

Kl. 14 er guðsþjónusta í Kotstrandarkirkju. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar við báðar guðsþjónustur, organisti er Miklós Dalmay og Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna leiðir safnaðarsöng.

Sjáumst í kirkjunni!

Foreldramorgnar

Foreldramorgnar eru í Hveragerðiskirkju alla þriðjudaga kl. 10-12. Þar koma saman foreldrar með ung börn sín. Boðið er upp á kaffi og brauð og meðlæti. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra til þess að hitta aðra foreldra í sömu sporum og fyrir litlu börnin til þess að sjá önnur börn og leika hlið við hlið.

Þriðjudaginn 26.febrúar kemur Silja Runólfsdóttir sálfræðingur í heimsókn. Þriðjudaginn 12.mars kemur Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir hjá Sofa, borða, elska með fræðslu.

Kvöldguðsþjónusta 4.febrúar

Sunnudagskvöldið 4.febrúar verður guðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 20. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari. Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur og organisti er Miklós Dalmay.