Helgihald í dymbiliviku og á páskum 2023

Pálmasunnudagur: fermingarmessa í Hveragerðiskirkju kl. 11.

Föstudagurinn langi: pílagrímaganga.  Byrjað verður með helgistund í Hveragerðiskirkju kl. 11:30 og gengið í Kotstrandarkirkju þar sem helgistund verður kl. 13. 

Í helgistundinni í Kotstrandarkirkju mun Unnur Birna Björnsdóttir sjá um tónlist.  Lesið úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Öllum er velkomið að taka þátt í helgistund, einnig þeim sem ekki taka þátt í göngunni.

Páskadagur: hátíðarmessa í Hveragerðiskirkju kl. 8.  Morgunverður í safnaðarheimilinu að messu lokinni í boði sóknarnefndar.

Hátíðarmessa í Kotstrandarkirkju kl. 14. Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur við báðar messurnar, organisti Miklós Dalmay.

Easter - It's Meaning, History & Holiday Symbols Explained

Helgihald 19.mars 2023

Tvær guðsþjónustur verða í prestakallinu sunnudaginn 19.mars, fjölskylduguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju kl. 11 og hefðbundin guðsþjónusta í Kotstrandarkirkju kl. 14.

Öll hjartanlega velkomin!

Helgihald á konudegi

KFUM starfið hefst aftur á nýju ári

Helgihald 15.janúar 2023

Fyrstu guðsþjónustur nýs árs verða nk. sunnudag. Sjáumst í kirkjunni!

Safnaðarstarfið hefst á ný

Gleðilegt nýtt ár!

Safnaðarstarfið í Hveragerðisprestakalli hefst á ný í þessari viku.

Á morgun, þriðjudag, er foreldramorgunn kl. 11-13 og fermingarfræðsla. Á miðvikudag er fermingarfræðsla og æfing hjá barnakórnum. Á sunnudag eru svo tvær guðsþjónustur, kl. 14 í Kotstrandarkirkju og kl. 20 í Hveragerðiskirkju.

Í næstu viku hefst svo KFUM starfið, þ.e. mánudag 16.janúar og fjölskyldusamverur hefjast miðvikudag 18.janúar.

Verum öll velkomin í kirkjuna!

Helgihald um jól og áramót í Hveragerðisprestakalli

Loksins, loksins megum við aftur koma saman til helgihalds um jól og áramót í kirkjunni. Helgihaldið í Hveragerðisprestakalli verður með sama hætti og vaninn er. Öll hjartanlega velkomin!

Aðfangadagur Kotstrandarkirkja: helgistund kl. 13. Skátar koma með friðarlogann frá Betlehem. Greta Guðnadóttir og Guðmundur Kristmundsson flytja tónlist.

Hveragerðiskirkja: aftansöngur kl. 18. Hátíðarsöngvar sungnir. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur, organisti Miklós Dalmay.

Jóladagur Kotstrandarkirkja: hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Hátíðarsöngvar sungnir. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur, organisti Miklós Dalmay.

Gamlársdagur Hveragerðiskirkja: aftansöngur kl. 17. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Kirkjukór Hveragerðis – og Kotstrandarsókna syngur, organisti Miklós Dalmay.

Jólastund barnanna

Umsóknir og úthlutanir úr Sjóðnum góða fyrir jól 2022

Tilkynning frá Sjóðnum góða í Árnessýslu

Umsóknir og úthlutanir úr Sjóðnum góða 2022

Hægt verður að sækja um fjárhagsaðstoð fyrir jólin á netinu á þar til gerðu umsóknarblaði. Senda þarf tölvupóst á sjodurinngodi@gmail.com og óska eftir að fá umsóknarblað sent. Útfyllt umsóknarblaðið ásamt fylgigögnum skal senda á sama netfang sjodurinngodi@gmail.com. Á umsóknardögum verður hægt að hringja í síma 8404690, 8404691, 8404692 og sækja um símleiðis. Aðeins er tekið við umsóknum í síma á auglýstum umsóknartíma. Þau sem ekki geta sótt um rafrænt eða símleiðis geta komið á umsóknardögum í Selið, Engjavegi 48 (við íþróttavöllinn).

Umsóknardagar eru:

Miðvikudagur 30.nóv. 13 – 15

Fimmtudagur 1. des. 13 – 15

Þriðjudagur 6. des. 16 – 18

Úthlutunardagar: Mánudagur 19. des. 16 – 18

Þriðjudagur 20. des. kl. 13 – 15

Með umsókn þarf að senda / fylgja eftirfarandi gögn: Allar tekjur okt. eða nóv. (Vinnulaun, tekjur frá Tryggingastofnun, fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur.) Öll útgjöld okt. eða nóv. (leiga,afborganir lána og húsnæðis, rafmagn/hiti ,úgjöld v.barna tryggingar ofl.) Áríðandi er að fylla umsóknir vel og rétt út og að skjöl fylgi með umsókn.Vinsamlegast virðið þessar dagsetningar og athugið að ekki er tekið við umsóknum eftir síðasta umsóknardag, hvorki rafrænt né í síma. Síminn er eingöngu opinn á auglýstum umsóknartíma.

Aðventukvöld í Hveragerðiskirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu