Sumarleyfi sóknarprests

Ninna Sif Svavarsdóttir sóknarprestur í Hveragerðisprestakalli er í sumarleyfi 7.júní-12.júlí.

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur í Þorlákshöfn þjónar prestakallinu á meðan. Símanúmerið hjá henni er 894 1507 og netfangið sigridur.munda.jonsdottir@kirkjan.is.

Skráning í fermingarfræðslu 2023-2034

Skráning í fermingarfræðslu í Hveragerðisprestakalli veturinn 2023-2024 er hafin á skramur.is undir Hveragerðiskirkja.

Nánari upplýsingar veitir Ninna Sif Svavarsdóttir í síma 849 1321 og á ´ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is.

Vordagur í Kotstrandarkirkjugarði

Kynningarfundur vegna fermingarfræðslu 2023-2024

Kynningarfundur vegna fermingarfræðslu í Hveragerðisprestakalli veturinn 2023-2024 og ferminga í Hveragerðis – og Kotstrandarkirkjum vorið 2024 verður haldinn í Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 30.maí kl. 17.30

Aðalfundur Kotstrandarkirkjugarðs

Aðalfundur Kotstrandarkirkjugarðs verður haldinn í aðstöðuhúsinu við Kotstrandarkirkju miðvikudagskvöldið 31.maí kl.20. Venjuleg aðalfundarstörf.

Aðalsafnaðarfundur Kotstrandarsóknar

Aðalsafnaðarfundur Kotstrandarsóknar verður haldinn í Birkihlíð þriðjudagskvöldið 9.maí kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Vonumst til að sjá sem flesta til þess að eiga samtal um kirkjustarfið vítt og breitt.

Djúpslökun í Hveragerðiskirkju

Djúpslökun í Hveragerðiskirkju

Djúpslökun/yoga nidra verður í Hveragerðiskirkju á miðvikudagskvöldum kl:19:30 í maí mánuði.

Samveran er 30-40 mínútna slökunastund sem fram fer sitjandi eða liggjandi allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Djúpslökun hjálpar okkur að staldra við og ná tengingu.

 Reynist afar vel við miklu álagi/streitu, vanlíðan og kvíða.

ATH: SAMVERAN KOSTAR EKKERT OG ALLIR ERU VELKOMNIR

Leiðbeinandi er:  Sonja Arnars – Yin yoga nidra kennari

Aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar

Aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar verður haldinn í safnaðarheimili Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 9.maí kl. 17.30. Venjuleg aðalfundastörf. Vonumst til að sjá sem flesta til að spjalla um kirkjustarfið vítt og breitt.

Fermingarmessa 16.apríl

Sunnudaginn 16.apríl er fermingarmessa í Hveragerðiskirkju kl. 11.

Fimm ungmenni verða fermd þennan dag.

Hveragerðissöfnuður sendir þeim hjartanlegar hamingjuóskir!

Ganga og helgistund á föstudaginn langa

Á föstudaginn langa verður helgistund í Kotstrandarkirkju kl. 13 þar sem lesið verður úr píslarsögunni og Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Unnur Birna Björnsdóttir annast tónlistarflutning.

Þau sem vilja koma gangandi til kirkju, en lagt verður af stað frá Hveragerðiskirkju kl. 11.30.